María Ellingsen og Þóranna Jónsdóttir kenndu réttu trixin

María Ellingsen og Þóranna Jónsdóttir.
María Ellingsen og Þóranna Jónsdóttir. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Morgunblaðið og mbl.is buðu til morgunverðarfundar á dögunum þar sem María Ellingsen og Þóranna Jónsdóttir héldu áhugaverða fyrirlestra. Boðið var haldið fyrir auglýsendur sem eru í Kompaníi, sem er sérstakur vildarklúbbur fyrir auglýsendur.

Þóranna, sem er með fyrirtækið Markaðsmál á mannamáli, hélt innihaldsríkan fyrirlestur um markaðssetningu og hvaða leiðir væri best að fara til að ná til sem flestra. Hún tók ótal dæmi um bæði góða og slæma markaðssetningu og hvað þyrfti að gera til þess að fá athygli.

Leikkonan María Ellingsen kann svo sannarlega að koma fyrir sig orði og var með erindi um hvernig best væri að tjá sig þannig að aðrir nenntu að hlusta. Hún sagði að það skipti öllu máli að segja sögu, ekki bara buna orðunum út úr sér eins og viðkomandi væri að lesa upp fréttatilkynningu. Þannig fengi fólk aðra til að hlusta á sig.

Á morgunverðarfundinum var boðið upp á afbragðsveitingar, pönnukökur með sírópi, ferska ávexti, jógúrtdrykki og múslí og annað góðgæti.

Edda Valþórsdóttir, Elva Rósa Skúladóttir og Alda Ingibergsdóttir.
Edda Valþórsdóttir, Elva Rósa Skúladóttir og Alda Ingibergsdóttir. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Hallveig Andrésdóttir og Eðvarð Þór Williamsson hjá Arctic Trucks.
Hallveig Andrésdóttir og Eðvarð Þór Williamsson hjá Arctic Trucks. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Ásgeir Þorláksson, Kolbeinn og Elías Melsteð.
Ásgeir Þorláksson, Kolbeinn og Elías Melsteð. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál