Hollywood-endurfundir - MYNDIR

Mannstu eftir blikkandi dansgólfinu? Mannstu eftir Módel 79? Mannstu eftir Cuba Libre? Drakkstu romm í kók? Fólkið sem djammaði í Hollywood hélt endurfundi um helgina og var svona líka mikið stuð.

Hollywood-prinsinn Valþór Ólason skipuleggjandi Hollywood-endurfundanna segist hafa lofað fólki að halda slíkt ball fyrir fimm árum og var þetta bara liður í að standa við gefin loforð.

„Þetta er loforð sem ég lét út úr mér fyrir 5 árum til fólksins sem kom á Hollywood böllin á Broadway 2009 og 2010. Ég lofaði öðru eftir 5 ár og stóð við það. Ég notaði tækifærið og bauð öllum sem hafa aðstoðað mig með einhverjum hætti í kringum þetta og vinum í VIP fyrir partíi í Petersen svítunni áður en ballið hófst,“ segir Valþór. Í fyrirpartýinu var boðið upp á drykki í anda Hollywood-áranna eins og Cuba Libre, romm í kók og Screwdriver svo eitthvað sé nefnt. Hollywood-ballið sjálft fór svo fram í Gamla bíói og var dansað fram á rauða nótt við diskómúsík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál