Ein ríkasta kona Íslands mætti

Katrín Þorvaldsdóttir, Kristín Þorkelsdóttir og Þórdís Kristleifsdóttir.
Katrín Þorvaldsdóttir, Kristín Þorkelsdóttir og Þórdís Kristleifsdóttir. mbl.is/Freyja Gylfa

Litahópurinn Tákn og teikn opnaði glæsilega sýningu í Gerðubergi á dögunum. Á sýningunni begður fyrir letri af ýmsum stærðum og gerðum. Þar er handskrifað, tölvuritað, málað, krotað og párað með ýmsum verkfærum eins og pennum, pennslum, pappír, skurðhnífum, tölvum og tússi svo eitthvað sé nefnt. 

Vel var mætt á opnunina en meðal gesta var Katrín Þorvaldsdóttir, dóttir Þorvaldar í Síld og fiski. Katrín hefur raðað sér á lista yfir hæstu skattgreiðendur landins og er ein efnaðasta kona Íslands. 

Listahópurinn Tákn og teikn skipa átta myndlistar- og hönnunarmenntaðar konur, það eru þær Edda V. Sigurðardóttir, Elsa Nielsen, Friðrika Geirsdóttir, Helga Gerður Magnúsdóttir, Kristín Edda Gylfadóttir, Kristín Þorkelsdóttir, Sigríður Rún og Soffía Árnadóttir. Hópurinn var stofnaður fyrir ári síðan og hittist reglulega til að deila hugmyndum á skemmtilegum og faglegum forsendum, með það að markmiði að halda sýningar.

Fyrsta sýning hópsins „Leturverk” var haldin á Mokka á hönnunarmars 2016. Þó er það ekki endilega markmið að öll verk eða sýningarnar verði helguð letri. Hópurinn er fjölbreyttur og aldursbil félaga breitt sem og reynsla þeirra. Stóra sameiginlega áhugamál hópsins er hönnun og list og að nýta tækifærin til sköpunar.

Kolbeinn Flóki Gunnarsson og Gunnar Freyr Jónsson.
Kolbeinn Flóki Gunnarsson og Gunnar Freyr Jónsson. mbl.is/Freyja Gylfa
Sigríður Rún, Dagbjört Klara Gunnarsdóttir og Anna María Axelsdóttir.
Sigríður Rún, Dagbjört Klara Gunnarsdóttir og Anna María Axelsdóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
Helga Gerður Magnúsdóttir, Kolfinna Valfells, Lena Hákonardóttir og Valgerður Árnadóttir.
Helga Gerður Magnúsdóttir, Kolfinna Valfells, Lena Hákonardóttir og Valgerður Árnadóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
Listakonurnar Kristín Edda Gylfadóttir, Edda V. Sigurðardóttir, Elsa Nielsen, Friðrika …
Listakonurnar Kristín Edda Gylfadóttir, Edda V. Sigurðardóttir, Elsa Nielsen, Friðrika G. Geirsdóttir, Helga Gerður Magnúsdóttir, Sigríiður Rún, Soffía Árnadóttir og Kristín Þorkelsdóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
Lydía Friðfinnsdóttir, Jón Svavar Jósefsson og Hugrún Jara Jónsdóttir.
Lydía Friðfinnsdóttir, Jón Svavar Jósefsson og Hugrún Jara Jónsdóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
Edda Valborg Sigurðardóttir og Jóna Valborg Árnadóttir.
Edda Valborg Sigurðardóttir og Jóna Valborg Árnadóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
Elsa Nielsen og Sigurborg Stefánsdóttir.
Elsa Nielsen og Sigurborg Stefánsdóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
Gunnlaug Ottesen og Hildur Mist Friðjónsdóttir.
Gunnlaug Ottesen og Hildur Mist Friðjónsdóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál