Bankakonur gáfu 1,6 milljónir

Hildur Markúsdóttir, Inga Rósa Sigurðardóttir, Guðrún Helga Hamar, Andrea Ósk …
Hildur Markúsdóttir, Inga Rósa Sigurðardóttir, Guðrún Helga Hamar, Andrea Ósk Jónsdóttir og Petra Björk Mogensen. Ljósmynd/Ozzo Photography

Það var kátt á hjalla í Arion banka þegar kvenpeningurinn í bankanum hélt konukvöld með það markmið að safna peningum fyrir kvennadeildir Landspítalans.

Á dagskrá konukvöldsins var tískusýning, góðgerðarhappdrætti, söngur og tónlist en fjöldi fyrirtækja aðstoðaði við framkvæmd kvöldsins, meðal annars með vinningum fyrir happdrættið. Alls safnaðist ein milljón og sex hundruð þúsund krónur sem renna óskiptar til kvennadeildanna.

Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka, afhenti Ingibjörgu Th. Hreiðarsdóttur, yfirljósmóður göngudeildar mæðraverndar og fósturgreiningar, styrkinn. Ingibjörg hafði sérstaklega á orði að kvennadeildirnar væru afar háðar frjálsum framlögum sem oftar en ekki kæmu frá konum og að á kvöldi sem þessu sæist því vel að konur væru í raun konum bestar.

„Þetta er annað konukvöldið sem við stöndum fyrir í Arion banka en það fyrsta var fyrir fjórum árum síðan. Allt frá þeim tíma höfum við rætt um að endurtaka leikinn enda er það frábær tilfinning að finna samtakamáttinn þegar svona hópur kemur saman til að leggja sitt af mörkum.

Langflest okkar eiga einhverja tengingu við kvennadeildir Landspítalans og stór hluti kvenna bankans hefur eða mun á einhverjum tímapunkti nýta sér þjónustu deildanna. Við þurftum því ekki að hugsa okkur lengi um þegar kom að því að ákveða hvernig söfnunarfénu yrði varið,“ segir Maríanna Finnbogadóttir, sérfræðingur í markaðsdeild Arion banka, en hún var ein af þeim sem skipulagði kvöldið.

Ljósmynd/Ozzo Photography
Ljósmynd/Ozzo Photography
Ljósmynd/Ozzo Photography
Ljósmynd/Ozzo Photography
Jón Jósep Snæbjörnsson, Eva Björk Björnsdóttir og Hörður Bjarkason.
Jón Jósep Snæbjörnsson, Eva Björk Björnsdóttir og Hörður Bjarkason. Ljósmynd/Ozzo Photography
Iða Brá Benediktsdóttir sýndi á tískusýningunni.
Iða Brá Benediktsdóttir sýndi á tískusýningunni. Ljósmynd/Ozzo Photography
Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka, afhendir Ingibjörgu Th. Hreiðarsdóttur, …
Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka, afhendir Ingibjörgu Th. Hreiðarsdóttur, yfirljósmóður kvennadeildar Landspítalans, styrkinn. Ljósmynd/Ozzo Photography
Guðrún Helga Hamar, Hanna María Pálmadóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir.
Guðrún Helga Hamar, Hanna María Pálmadóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir. Ljósmynd/Ozzo Photography
Elísabet Hilmarsdóttir, Eva Björk Björnsdóttir og Elísabet Árnadóttir.
Elísabet Hilmarsdóttir, Eva Björk Björnsdóttir og Elísabet Árnadóttir. Ljósmynd/Ozzo Photography
Ragna Björk Ragnarsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir og Þóra Margrét Hjaltested.
Ragna Björk Ragnarsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir og Þóra Margrét Hjaltested. Ljósmynd/Ozzo Photography
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál