Ég féll fyrir manni sem neitaði að vera í símasambandi

Oft á tíðum er síminn að stela athygli fólks.
Oft á tíðum er síminn að stela athygli fólks. mbl.is/AFP

Jenna Briand segir frá því á vefsíðunni Huffington Post að hún hafi orðið ástfangin af manni sem neitaði að senda henni smáskilaboð eða gefa upp símanúmerið sitt og það er óhætt að segja að saga þeirra er rómantísk og vekur mann til umhugsunar.

„Kvöldið sem ég hitti eiginmann minn árið 2001 var ég tilbúin til að slá inn símanúmerið hans í farsímann minn, sem þótti smart á þessum tíma, en hann vildi ekki láta mig fá númerið sitt.

Í staðinn skrifaði hann niður fornafnið mitt á servíettu, setti servíettuna í vasann og bað mig að hitta sig á sama tíma og sama stað fjórum dögum síðar. Ég mætti og hann mætti. Engin smáskilaboð eða símhringingar.

Í lok fyrsta stefnumótsins bað ég um tölvunetfangið hans. Aftur neitaði hann að gefa þær upplýsingar. Hann sagðist ekki vilja kynnast mér í gegnum tölvuna. Hann vildi kynnast mér á rauntíma í raunverulegu lífi.

Þetta var allt mjög grunsamlegt. Hver var þessi maður? Var hann giftur? Af hverju þetta laumuspil? Ég gat ekki skilið að hann vildi ekki senda mér smáskilaboð eða að ég mætti ekki fá númerið hans.

En hann var sjarmerandi, heillandi og myndarlegur maður með ástralskan hreim, svo ég tók áhættuna. Ég fylgdi hans áætlun og hitti hann í eigin persónu. Nánast daglega. Við töluðum saman endalaust. Sögðum sögur, viðurkenndum ýmislegt á viku, sem vanalega hafði tekið mánuði að ljóstra upp í fyrri samböndum. Það voru engir leikir í gangi, við vorum ekki að senda skilaboð með tilfinningakörlum eða deildum meiningum, og sem betur fer kom í ljós að hann var ekki glæpamaður eða giftur – hann var bara rómantískur.

Þessar aðferðir hans náðu til mín og ég giftist honum ári síðar.

Eins og gefur að skilja hefur það gert mig brjálaða í gegnum árin að hann vill ekki vera mikið í tækninni. Ekki það að ég sé tæknióð, eins og margir, ég bara held að það að fá skilaboð fljótt og örugglega geri líf mitt betra. Ég held að Google sé framlenging á heilanum á mér og tilfinningakarlarnir geti endurspeglað tilfinningar mínar fullkomlega.

Eiginmaður minn er hins vegar ekki á sama máli. Hann er með 39 vanrækta vini á Facebook eftir að ég taldi hann á að fá sér aðgang til að hafa samband við gamla vini eða fá skilaboð frá gömlum kærustum, sem gæti verið gott fyrir hann. Hann hins vegar skoðar aldrei það sem er að gerast á facebooksíðunni hans. Hann hefur heldur engan áhuga á öðrum samskiptamiðlum. Hann er hins vegar mjög hamingjusamur og inni í öllum málum.

Að vera tengdur öllum stundum er frábært, en að vera tengdur raunveruleikanum er miklu skemmtilegra.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál