Typpið „á milli“ okkar

Jóhanna Magnúsdóttir guðfræðingur.
Jóhanna Magnúsdóttir guðfræðingur. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Við konur erum ekki endilega sammála um það að máltækið „Konur eru konum verstar“ sé sannleikanum samkvæmt. Reyndar hafa margar upplifað það, og ég líka, að konur hafa verið konum bestar, en jú, líka verstar,“ segir Jóhanna Magnúsdóttir guðfræðingur í sínum nýjasta pistli. Þar fer hún yfir vandamál sem allt of margar konur þekkja. 

„Í bandarískum spjallþætti hlustaði ég á þegar að ráðgjafi sagði að systralag kvenna leystist helst upp þegar að „There was a penis between us“ ... eða þegar  „Typpin kæmu upp á mill okkar“  og hvað þýðir það eiginlega?

Jú, konur hata konur sem „stela" frá þeim mönnunum þeirra.  Þær hata oft líka konur sem ekki endilega stela mönnunum, heldur eru „nýja konan“ í hans lífi.  Oft kalla þær þessa konu „druslu"  eða eitthvað álíka. Þær jafnvel þrá manninn aftur, sem var jú sá sem braut trúnað við þær, - en kenna konunni um allt saman,  sem var hinn aðilinn í trúnaðarbrestinum.  Þær líta þá á karlinn sem viljalaust verkfæri konunnar - tálkvendisins.“

Jóhanna bendir á að þetta sé einhverskonar systrabandalag sem er brotið og það sé karlinn sem kemur upp á milli kvennanna.  

„Flestir þekkja þennan „þríkant"   „Gamla" konan - Karlinn - „Nýja konan." Karlinn er þarna á milli. Eina þekking „Nýju konunnar" á þeirri gömlu eru upplýsingar karlsins, sem upphefur sig á kostnað þeirrar gömlu, sem var skv. hans hlið á þeirra sögu hálfklikk, - eru ekki allar fyrri konur klikk? -  Eða urðu þær bara klikk þegar maðurinn braut trúnað, eða stóð ekki við gefin loforð? 

Mér finnst þetta pæling fyrir okkur konur, - að varast það að fara að hatast út í hvora aðra,  eða láta stilla okkur þannig upp.  

Annað sem gerist í þessu, að karlinn fer oft að vera meðvirkur báðum konunum, - og reynir að halda öllu góðu og verður eins og útspítt hundskinn í valdabaráttu kvennanna sem báðar vilja halda sínu og standa með sjálfri sér.“

Jóhanna segir að konur verði konum verstar þegar typpið er komið upp á milli og hvetur þær til að vera meðvitaðar um þetta. 

Jóhanna Magnúsdóttir.
Jóhanna Magnúsdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál