„Við þörfnumst þess öll að vera elskuð“

Linda Baldvinsdóttir.
Linda Baldvinsdóttir. Ljósmynd/Ólafur Harðarson.

„Í meira en áratug hefur hún tekið þátt í rannsóknum á viðkvæmni (vulnarability) hugrekki, áreiðanleika, samúð og skömm. Hún hefur vakið verðskuldaða athygli og nú síðast hjá ekki ómerkari manneskju en sjálfri Oprah Winfrey,“ segir markþjálfinn Linda Sigríður Baldvinsdóttir í sínum nýjasta pistil um rithöfundinn og fræðimanninn Brené Brown. „Ég verð að segja að ég hreinlega elska verkin hennar.“

„Bé-in þrjú… Be loved… Belong… Be brave (Að vera elskaður, að tilheyra og að vera hugrakkur) er það sem Brené segir að séu grunnþarfir okkar varðandi félagslega vellíðan.“

„Hún talar um að við ættum að leyfa okkur að dvelja í viðkvæmninni eða berskjöldun og leyfa okkur það að vera ekki alltaf fullkomin, að það sé allt í lagi að við séum stundum viðkvæm og svolítið hrædd. En svo segir hún líka: En við erum líka hugrökk oft á tíðum og eigum alltaf skilið að vera elskuð og að fá að tilheyra.“

„Við þörfnumst þess öll að vera elskuð og að tilheyra minni og stærri einingum í samfélaginu… og við þörfnumst fallegra tenginga við annað fólk, það eru þessi tengsl sem gefa okkur tilgang í líf okkar og tilveru en skortur á þeim valda okkur undantekningalaust vanlíðan og eða sorg.“

Mennirnir skiptast í tvo hópa

„Það virðist vera að við mennirnir skiptumst lauslega í tvo hópa samkvæmt rannsóknum Brené. Fyrri hópurinn telur sig þurfa að vinna sér inn kærleikann með einhverjum hætti á meðan seinni hópurinn telur að hann eigi bara skilið ást og umhyggju og að fá að tilheyra (ég tilheyri greinilega þessum seinni). Þessi seinni hópur á ekkert betra eða farsælla líf en hinir sem telja sig þurfa að vinna sér inn ástina og tilheyrsluna, en þeim tekst með einhverjum hætti að halda í sjálfvirðið í gegnum öldudali lífsins.“

„En hvað er það sem gerir það að verkum að þessum seinni hóp tekst að halda í sjálfsvirðið og finnst þeir bara eiga skilið að fá kærleika og að tilheyra?“

„Þetta viðhorf er áunnið, og verður til vegna þess að þessi hópur skilur að það eru ákveðnir hlutir sem þurfa að hafa forgang hvern dag. Þeir sem teljast til þess hóps sem Brené talar um vita að það eru atriði eins og það að lifa í hugrekki, samhygð og sambandi við annað fólk sem gefur lífinu gildi sitt. Þeir vita einnig að þeir þurfa að fá að dvelja í viðkvæmni sinni og eða að koma til dyranna nákvæmlega eins og þeir eru klæddir hverju sinni.“

Pistil Lindu má lesa í heild sinni hérna.

Sjálf Oprah Winfrey er hrifin af verkum Brené Brown.
Sjálf Oprah Winfrey er hrifin af verkum Brené Brown. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál