8 möntrur til að koma þér í gegnum erfiða tíma

Oft þarf ekki meira en meira til en nokkrar jákvæðar …
Oft þarf ekki meira en meira til en nokkrar jákvæðar staðhæfingar. Skjáskot Psychology Today

Það er auðvelt að vera sterkur þegar lífið gengur vel. Raunverulegur styrkur verður þó augljós við mótlæti. Uppbyggilega innri, orðræða er ein árangursríkasta leiðin til takast á við erfiðleika. Hér eru nokkrar staðhæfingar sem þú getur gripið í þegar á móti blæs.

Ég hef það sem ég þarf til að komast í gegnum þetta
Að hugsa með sér, ég get þetta ekki, eða þetta er ekki sanngjarnt hefur ekkert gott í för með sér. Í stað þess að telja þér trú um að þú þurfir meira, mundu hvað þú átt nú þegar.

Það eina sem skiptir máli er að lifa í sátt við gildismat mitt
Það mun ekki öllum líka við þig, og fólk mun verða ósammála þér. Þitt hlutverk er þó ekki að gera öðrum til geðs.

Mistök varða veginn að velgengi
Það er ekki gaman að gera mistök, en það gagnast ekkert að berja sig niður fyrir þau. Líttu á þau sem tækifæri sem má læra af.

Ég get aðeins gert mitt besta
Fullkomnunarárátta getur gert meiri skaða heldur en gagn.

Eftir 5 ár mun þetta ekki skipta miklu máli
Minntu sjálfan þig á að kvíði og vanlíðan varir ekki að eilífu. Þetta verður betra.

Ég er sterkari en ég held
Það er gríðarlega erfitt að eiga við heilsubrest, eða ástvinamissi. Setningar eins og „ég næ mér aldrei“ eða „ég get ekki upplifað hamingju á ný“ munu þó aðeins draga úr þér kraftinn.

Ég ræð við að líða óþægilega
Það getur verið freistandi að halda sig innan þægindarammans. Mundu bara að það drepur þig ekki að upplifa ótta, vonbrigði eða smá vandræðagang.

Ég ræð því hvernig ég hugsa, hvernig mér líður og hvernig ég haga mér
Að kenna öðrum um það sem miður fer í lífi þínu hjálpar þér ekki neitt.

Fleiri möntrur má lesa á vef Psychology Today.

Það er vænlegra til árangurs að einblína á það jákvæða, …
Það er vænlegra til árangurs að einblína á það jákvæða, í stað þess neikvæða. Skjáskot Mwfmotivation
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál