Vandamál að fá það ekki á sama tíma

Lesendur Smartlands Mörtu Maríu hafa mjög mikinn áhuga á kynlífi.
Lesendur Smartlands Mörtu Maríu hafa mjög mikinn áhuga á kynlífi.

Eftir að Smartland Mörtu Maríu birti lista yfir vinsælustu kynlífstækin 2015 hefur rignt inn spurningum til Gerðar Arinbjarnardóttur hjá Blush.is hvað varðar kynlífstæki. Gerður ætlar framvegis að reyna að svara einhverjum af þessum spurningum. 

Sæl Gerður,

við hjónin eigum mjög erfitt með að fá það á sama tíma. Mælir þú með einhverri græju sem virkar fyrir okkur?

Kær kveðja, Lóa

Gerður Huld Arinbjarnardóttir.
Gerður Huld Arinbjarnardóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Sæl Lóa,

það er alls ekki óalgengt vandamál ef vandamál mætti kalla. Konur og karlar eru rosalega ólík þegar kemur að kynlífi. Það ætti því ekki endilega að vera markmið að fá fullnægingu á sama tíma heldur frekar að báðir aðilar fái fullnægingu eða í það minnsta njóti stundarinnar. Flestar konur þurfa einhverskonar auka örvun á snípinn til að fá fullnægingu. Mikilvægt er að gefa sér góðan tíma í forleikinn og er ekki óalgengt að fólk noti kynlífstæki þar til að byggja upp spennuna og krydda kynlífið.

Það eru alltaf að koma á markað kynlífstæki sem eiga að auðvelda konum að fá fullnægingu í kynlífinu sjálfu.

We vibe er paratæki sem notað er á meðan það er verið að stunda kynlíf. Grennri endinn fer inn í leggöngin með tippinu á meðan breiðari endinn liggur á snípnum og titrar. Þetta tæki mundi ég segja að henti vel þeim konum sem þurfa ekki mikla auka örvun og vilja bara smá extra viðbót.

Fyrir þær sem þurfa meiri örvun mæli ég alltaf með Echo egginu frá Svakom.

Eggið er mjög vandað og er hugsað til að örva snípinn. Það sem gerir  þetta egg svona einstakt er lagið á því. Það hentar fullkomlega á milli tveggja einstaklinga í kynlífinu. Ef þú átt að eiga eitthvað kynlífstæki þá mæli ég alltaf með eggi.

Vonandi svaraði þetta einhverjum spurningum

Kær kveðja, 

Gerður Arinbjarnar

Liggur þér eitthvað á hjarta? HÉR getur þú sent spurningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál