Viltu fara löðrandi í kynþokka inn í sumarið?

Aníta Sigurbergsdóttir.
Aníta Sigurbergsdóttir.

Aníta Sigurbergsdóttir, sérfræðingur í ástar-, líf- og leiðtogaráðgjöf er með ráðin á hreinu til að kveikja á sjálfsást og löðrandi sexíheitum. Nú er hún búin að setja saman námskeið fyrir íslenskar konur þar sem brjálæðisleg sjálfsást er í forgrunni. Um er að ræða umbreytingarferli fyrir hugrakkar konur sem eru tilbúnar að taka sig og lífið upp á næsta þrep. Aníta segir að konur munu ná að senda sjálfsgagnrýni og niðurrif á bak og burt, standa með sjálfri þér og setja skýr mörk, losa öll höft og leyfa kynþokkanum að flæða. Hún segir líka að námskeiðið muni koma konum upp úr hjólfarinu og auðvitað lífinu í lag, fara að elska augnablikið, kortleggja brjálæðislega draumalífið og leggja af stað.

„Hugsaðu um þessar dásamlegu, frjálsu konur sem eru ástfangnar af sjálfri sér, þessar sem liðast eins og gyðjur fram á baðherbergi á morgnana, líta í spegilinn og eiga ekki orð yfir fegurðinni sem mæta þeim og öllum þessum krúttlegu krumpum og spékoppum,“ segir Aníta þegar hún er spurð út í námskeiðið og bætir við: 

„Þessi rosalega kynorka sem flæðir í kringum sjálfsástartýpurnar fá bókstaflega alla til að snúa sér við þegar þær mæta á svæðið. Enda vilja allir þekkja þær, því þær eru með glott á vör og bros í augum sem fær alla til að líða eins og mest spennandi manneskju í heimi,“ segir hún. 

Aníta segir að þetta sé allt spurning um að kasta feimninni og hlutverkunum sem við setjum okkur í. Við eigum að elska okkur sjálfar í botn og vera djúsí fyrir okkur - ekki fyrir aðra. Hún heldur því líka fram að sjálfsástin geri allt miklu skemmtilegra og betra.  

Hér í er Aníta með fjögur góð ráð sem mun gera það að verkum að kynþokkinn mun drjúpa af þér. 

 1. Vertu gordjöss

Farðu á fætur og klæddu þig eftir því hvernig þér langar að líða. Klæddu þig í liti, settu á þig skartgripi eða varalit eða hvað það sem þér finnst ýta undir kynþokka. Ekki vera eins og drusla í ræktinni og hvað þá heima hjá þér. Greiddu þér, þurrkaðu stírurnar, settu á þig ilm og fáðu þér sexý jógagalla fyrir kósýdagana heima. Leyfðu þinni innri fegurð að skína og ekki vaða yfir hana með óþarfa andvaraleysi eða subbuskap.

2. Njóttu núna

Lokaðu augunum og finndu bragðið og ilminn af kaffibollanum. Borðaðu hægt og njóttu hvers einasta bita. Hættu að hlaupa, líttu upp og opnaðu augun. Borðaðu eins og Ítali og elskaðu eins og Frakki. Leyfðu öllu að taka sinn tíma, hallaðu þér aftur á bak og njóttu. Settu færri verkefni á listann, skipulegðu betur og settu njóta í forgang.

3. Vertu áhugasöm

Kveiktu á jákvæðni og áhuga gagnvart öllu sem gerist í kringum þig. Kveiktu á áhuga gagnvart fólkinu sem þú umgengst, hrósaðu af einlægni og spurðu hvað það gerði skemmtilegt í dag eða afrekaði. Vittu til þú færð miklu áhugaverðari svör heldur en þessi „hvað er að frétta“ svör. Hlustaðu með opnum huga og sjáðu hvort viðkomandi kveiki einhverjar hugmyndir hjá þér.

4. Losaðu um

Umfram allt, losaðu um alla stífni í líkamanum. Teygðu á, farðu í jóga, sund eða nudd eða misstu þig í J-Lo style twerki. Losaðu um bólgur og herping og finndu mýkt og flæði. Opnaðu faðminn, hallaðu þér fram þegar þú talar við fólk og settu bros í andlitið. Síðast en ekki síst, hreyfðu mjaðmirnar rólega, hvort sem þú situr, stendur eða gengur og losaðu um alla kvenlegu orkuna sem býr í þér. Vittu til, þú ferð í allt annan gír og verður gjörsamlega ómótstæðileg.

Ekki leyfa verkefnalistanum, stundaskránni og stjórnuninni að yfirtaka líf þitt. Hægðu á þér, slepptu taumnum og leyfðu lífinu að koma þér á óvart. Njóttu litlu hlutanna og vertu gyðja.

Fyrir þær sem eru sjúkar í að komast á þetta námskeið þá er hægt að skoða það nánar HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál