„Mig vantar svona menn með ættarnöfn“

Björn Blöndal.
Björn Blöndal.

Björn Blöndal, oddviti lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík lætur hafa eftir sér skemmtilega sögu í nýjasta tímariti MAN.

„Auðvitað var aðdragandinn sá að þessi hópur fer út í stjórnmál fyrst og fremst að frumkvæði Jóns Gnarr. Hann hringir í mörg okkar seinnipart árs 2009 og segist vera að stofna stjórnmálaflokk. Í mínu tilfelli segir hann: „Mig vantar svona menn með ættarnöfn, ert þú ekki til í að vera á listanum?“ Ég sagðist vera til í að skoða það og spurði hvaða sæti hann byði mér og hann sagði annað sæti. Mér leist vel á það en svo kom í ljós að hann bauð öllum annað sætið. Það var gott trikk hjá honum.“ Hann segist ekki viss um að hann hefði tekið þátt, hefði hann áttað sig á því hversu vel framboðinu myndi ganga. „Það var ekkert inn á radar hjá mér, eða öðrum í þessum hópi, að fara að stunda aktíva stjórnmálaþátttöku." Málin hafi hins vegar þróast þannig. "Það er oft þannig sem skemmtilegustu hlutirnir verða til,“ segir Björn Blöndal sem nú ætlar sér að ná fyrsta sæti á lista Bjartrar framtíðar. Hann hefur fráfarandi borgarstjóra sér til halds og traust í kosningabaráttunni en hér birtast þeir saman í ansi sérkennilegum og skemmtilegum vefþætti sem hinn síðarnefndi hefur hleypt af stokkunum:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál