Sigrún Þöll kvaddi 8. apríl

Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir.

Tölvunarfræðingurinn Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir lést hinn 8. apríl á líknardeildinni í Kópavogi eftir harða baráttu við krabbamein. Í mars 2012 greindist hún með alvarlegt krabbamein í beinum og heila en áður hafði hún barist við brjóstakrabbamein. Sigrún hélt úti bloggsíðunni Barbietec.is og átti stóran aðdáendahóp sem fór daglega inn á bloggið hennar. Hún talaði opinskátt um veikindi sín á blogginu.

Sigrún Þöll var mjög hraust og mikil útivistarkona. Árið 2012 tók ég viðtal við Sigrúnu Þöll en þá hafði hún misst 50 kíló með því að fara á danska kúr­inn og stunda hlaup. Hún hljóp all­an tím­ann meðan hún var í geisla- og lyfjameðferð við brjóstakrabba­mein­inu, sem hún greind­ist með fyr­ir nokkr­um árum. Sigrún Þöll hjólaði líka í hverja ein­ustu geislameðferð, eða alls 270 km, til að halda sér í formi.

Hún fékk bata við brjósta­mein­inu en það var svo í mars 2012 að í ljós kom að krabba­meinið væri komið í hryggj­arliði, mjaðmir, axl­ir og heila.

Sigrún Þöll skilur eftir sig eiginmann og tvö börn. Þeir sem vilja leggja eiginmanni og börnum Sigrúnar Þallar lið geta lagt inn. Reikningsnúmerið er: 0301-26-007555 kt.: 150275-5559.

Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir ásamt Kim, eiginmanni sínum og börnunum Erlu …
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir ásamt Kim, eiginmanni sínum og börnunum Erlu Diljá og Stefáni Stein.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál