Tarantino veiddi maríulaxinn í Hítará

Quintin Tarantino með maríulaxinn sinn í Hítará.
Quintin Tarantino með maríulaxinn sinn í Hítará. Ljósmynd/SVFR

Leikstjórinn Quentin Tarantino er staddur hérlendis þessa dagana en hann lék á als oddi í garðpartíi Jóns Ólafssonar, oft kenndur við Skífuna, í síðustu viku. Í hádeginu í dag lauk veiði hjá hollinu sem Tarantino var hluti af. Á vef stangveiðifélagsins sést mynd af aflaklónni Tarantino og í fréttinni kemur fram að hollið hafi landað 30 löxum á þremur dögum. 

„Nú í hádeginu lauk holl veiðum í Hítará og gerði hollið góða veiði. Tæplega 30 laxar komu á land á þeim þrem dögum sem þeir voru við veiðar, það vakti þó kannski meiri athygli að í þessum hópi var hógvær maður sem flestir þekkja og er hann þekktur leikstjóri frá Bandaríkjunum. Gerði hann góða veiði og veiddi meðal annars maríulaxinn sinn í þessum túr,“ segir á vef SVFR.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál