Næst á dagskrá er súludans öldunga

Þorsteinn Guðmundsson.
Þorsteinn Guðmundsson. Ljósmynd/Youtube.com

„Ég ákvað um daginn að taka aðeins til í uppistandsefninu mínu og flokka það niður eftir umræðuefnum. Listinn telur nú þegar um 80 umræðuefni og þá eru lögin mín ekki talin með. Svona er maður nú orðinn gamall í hettunni. Í framhaldi af því hef ég verið að leika mér að því að taka upp vídeó á tölvunni af þessum umræðuefnum, aðallega svona eins og vídeó-minnisbók,“ segir Þorsteinn Guðmundsson og játar að hafa aldrei skrifað niður uppistand heldur haft það í höfðinu.

„Mér datt svo í hug að það væri skemmtilegt að setja eitt og eitt vídeó á netið ef einhver hefði ánægju af því. Hérna er þá minnis-vídeó um súludans. Setti smá effekt á vídeóið af því að ég hef hvorki tíma né tækifæri til þess að lýsa þetta né fá förðun, þetta er sem sagt svona skítaredding. Njóti þeir sem njóta vilja,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál