Enn að jafna sig á brúðkaupi Clooneys

Vala Matt er að byrja með nýja þætti sem heita …
Vala Matt er að byrja með nýja þætti sem heita Gatan mín. Fyrsti þáttur er í kvöld.
Vala Matt hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði. Í kvöld byrjar þátturinn Gatan mín á Stöð 2 en í þættinum hittir hún þekkt fólk og fer yfir göturnar í lífinu. Ég spurði hana spjörunum úr.
Hvað er á döfinni hjá þér í sumar?
Það sem er helst á döfinni hjá mér í sumar er skemmtileg vinna við tvær þáttaraðir fyrir Stöð 2 sem byrja núna í ágúst og í haust. Fyrst þáttaröðin Gatan mín sem er byrjuð og verður næstu átta þriðjudaga en þar fer ég með nokkrum landsþekktum einstaklingum um göturnar þeirra og svo segir Pétur Ármannsson arkitekt okkur sögu gatnanna og við skoðum gömul myndaalbúm sem tengjast þeim. Og svo er ég að vinna að framhaldsefni fyrir þættina Heilsugengið með Sólveigu Eiríks og Þorbjörgu Hafsteins en það var dúndurskemmtilegt að vinna að þeim þáttum síðastliðinn vetur og gekk vel svo að við höldum áfram með ótrúlegar reynslusögur fólks sem læknaði sig sjálft og losaði sig við bæði kvilla og lyf og öðlaðist nýtt og betra líf. Við munum til dæmis heyra sögu konu sem var svo slæm af vefjagigt að hún var komin í sjálfsmorðshugleiðingar og ætlaði að ganga í sjóinn en ákvað að taka málin í sínar hendur og vann sig út úr veikindunum og er núna eldhress og gengur á fjöll. Og svo fáum við hollustuuppskriftir frá þekktum stjörnum og fleira skemmtilegt. Þannig að sumarið hefur farið í þessa skemmtilegu vinnu og ég er alsæl með það. Svo hefur veðrið verið þannig að það hefur verið næs að vera í vinnunni. Ætli ég fari ekki í smáfrí í haust í staðinn fyrir í sumar.

Hvert er upp­á­halds­landið þitt/borg­in þín?
Uppáhaldsborgin mín er New York. Nú er orðið ansi langt síðan ég var þar síðast þannig að mig er farið að langa rosalega til að fara þangað. Það er engin borg eins og New York. Þar eru þjóðarbrot alls staðar að úr heiminum og því algjör suðupottur menningar og lista og dásamlegs matar.

Ertu dug­leg­ að elda?
Nei, hef ekki verið það undanfarið. En finnst það mjög skemmtilegt, sérstaklega þegar margir koma saman og eldað er saman og spjallað og hlegið yfir matargerðinni.
 
Horf­ir þú mikið á sjón­varp eða hlust­ar þú mikið á út­varp?
Ég verð nú að segja það að ég horfi töluvert á sjónvarp. Finnst það æðislegt, bæði víkkar það sjóndeildarhringinn að hafa allar þessar erlendu stöðvar eins og glugga út í heim. Og svo elska ég að slaka á eftir stress dagsins yfir til dæmis góðum breskum sakamálaþáttum eða matarþáttum eða góðum bíómyndum. Elska að horfa á þætti eða myndir þar sem ég get fengið hlátursköst. Það er fátt betra en góður skammtur af endorfíni, náttúrulegu morfíni líkamans sem myndast við hlátur.
Áttu gælu­dýr?
Hef aldrei átt gæludýr.

Hvaða flík verða allar konur að eiga í fataskápnum sínum?
Svartan vel sniðinn jakka sem hægt er að nota bæði hversdags í vinnunni og svo einnig yfir kjól eða pils og skart á kvöldin.
Hvaða karl finnst þér sætastur?
Þeir eru nú nokkrir sætir. Er enn að jafna mig á því að George Clooney skuli vera að fara að gifta sig. Elska þann mann og allt sem hann tekur sér fyrir hendur.

Hver er upp­á­halds­mat­ur­inn þinn?
Ég elska góða fiskisúpu og renni oft til strákanna hjá Fylgifiskum og fæ mér rauðu fiskisúpuna þeirra. Fiskur er með svo mikið af omega-fitusýrum sem eru ekki bara allra meina bót heldur líka svo róandi fyrir taugarnar í erli dagsins. Reyni að borða fisk helst þrisvar í viku.
Borðar þú morg­un­mat?
Já, ég lærði hjá henni Sollu Eiríks að búa til svo gott búst sem ég bý til á næstum hverjum morgni sem gefur mér grunninn að hollustu til að ég geti „dottið í það“ við og við með frönskum og kók í gleri svo lífið sé ekki leiðinlegt.

Klukk­an hvað vakn­ar þú á morgn­ana?
Ég hef alltaf verið morgunhani og vakna yfirleitt um sexleytið. Á móti er ég líka óttalega léleg að vaka á kvöldin.

Hver er draum­ur­inn?
Ég er alltaf með drauma í gangi. En ég hef alltaf verið þannig gerð að ég get ekki sagt frá þeim fyrr en ég er byrjuð á þeim fyrir alvöru. Fólkið mitt kvartar mikið yfir þessu og segir að ég sé svo dul að það sé ekki hægt að draga upp úr mér hvað ég er að vinna að eða undirbúa fyrr en allt er orðið klappað og klárt. Ég segi þá á móti að ég vilji ekki „jinxa“ það eins og Bretar segja eða eyðileggja fyrir með því að segja frá því áður en draumurinn er orðinn að veruleika. Þetta er náttúrlega bara hjátrú en alveg nauðsynleg fyrir mig.
Leikarinn George Clooney og Amal Alamuddin.
Leikarinn George Clooney og Amal Alamuddin. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál