„Þetta er allt of mikil athygli“

Hrund Gunnsteinsdóttir er hér ásamt vinkonum sínum. Á myndinni eru …
Hrund Gunnsteinsdóttir er hér ásamt vinkonum sínum. Á myndinni eru Björk Eiðsdóttir, Andrea Róbertsdóttir, Birna Bragadóttir, Selma Björnsdóttir og Hrönn Hinriksdóttir.

Hrund Gunnsteinsdóttir frumkvöðull og framkvæmdastjóri Krád consulting fékk áfall þegar hún sá risastóra mynd af sjálfri sér á strætóskýli með textanum „Hrund fertug og fílar það! Party, party, party.“ Auglýsingunni var komið fyrir á strætóskýli í tilefni af fertugsafmæli Hrundar 26. ágúst en á laugardagskvöldið síðasta hélt Hrund veislu á heimili sínu fyrir vini og vandamenn. Hún er þó enn að jafna sig á strætóskýlinu.

Ég fékk áfall,“ segir Hrund þegar hún er spurð að því hvernig henni hafi orðið við.  „Þetta er alltof mikil athygli og ég keyrði næstum því á húsið á horninu við að sjá þetta. Þegar ég keyrði inn götuna var ég víst eins og karfi í framan, segir maðurinn minn, tengdapabbi og Stebbi vinur okkar sem voru í heimsókn,“ segir Hrund.

Eiginmaður Hrundar, Sigurjón Eiðsson og systir hans, Björk Eiðsdóttir, eru fólkið á bak við hrekkinn en þau létu hanna auglýsinguna og komu henni fyrir á strætóskýli. Hrund segist vera afar fegin að eiginmaður hennar og mágkona hafi ekki fengið þriðja systkinið, Einar Eiðsson, með sér í lið því þá hefði hrekkurinn orðið miklu verri. Nóg sé þetta nú samt.

„Það hríslast um mig hrollur. Dætur mínar eru hins vegar hæstánægðar og segja hverjum sem vill að þetta sé mamma þeirra,“ segir hún og hlær.

Aðspurð að því hvort hún hefði gert slíkt hið sama við sína nánustu segir hún svo vera.

„Já, örugglega ef ég hefði hugmyndaflugið í það. Maðurinn minn, Sigurjón Eiðsson, hefur það hins vegar og með hjálp systur sinnar Bjarkar Eiðsdóttur var þetta leikur einn...“
Mynd af Hrund Gunnsteinsdóttur á strætóskýli nálægt heimili hennar.
Mynd af Hrund Gunnsteinsdóttur á strætóskýli nálægt heimili hennar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál