„Þú ert svo grobbinn að það hálfa væri nóg“

Anna Lísa Wíum Douibe er hér fremst á myndinni en …
Anna Lísa Wíum Douibe er hér fremst á myndinni en hún er matráður á RÚV og nýjasti meðlimur Hraðfrétta.
Matráðurinn á RÚV, Anna Lísa Wíum Douieb, er nýjasti meðlimurinn í Hraðfréttum en þátturinn verður helmingi lengri í vetur en hann hefur verið. Mér lék forvitni á að vita hvers vegna matráðurinn væri kominn í Hraðfréttir.
 
„Við sáum Önnu fyrst uppi í mötuneyti og hún var mikið í samfélags- og veðurpælingum. Okkur fannst því tilvalið að fá hana til að koma vikulega í heimsókn til okkar. Ef ég þekki hana rétt mun hún ekki festa sig í veðurfræðum, heldur mun hún örugglega tala um allt milli himins og jarðar,“ segir Benedikt Valsson fréttastjóri Hraðfrétta. Matráðurinn Anna gæti verið móðir Hraðfrétta-drengjanna og hefur Smartland Mörtu Maríu heimildir fyrir því að henni hafi ekki alltaf líkað þátturinn.
 
„Þátturinn verður með sama sniði en þó lengri og fjölbreyttari. Nýju liðsmennirnir munu glæða þáttinn nýju lífi. Fannar verður áfram aðstoðarfréttastjóri og fréttamaður á vettvangi og ég (Benni) fréttastjóri og þulur. Okkur fannst óþarfi að kúvenda þættinum enda hefur hann gengið vel. Við vorum líka alltaf að lengja hann án þess að áhorfendur tækju eftir því.“
 
Gunnar á Völlum verður með í Hraðfréttum í vetur ásamt Önnu og líka Jóhann Alfreð Kristinsson sem oft er kenndur við Mið-Ísland og Steiney Skúladóttir sem er dóttir Halldóru Geirharðsdóttur leikkonu. Hér fyrir neðan eru tvö myndbrot af því þegar hópurinn hittist í fyrsta skipti til að fara í myndatöku saman. Ef veturinn verður eitthvað í líkingu við fyrstu myndatökuna þá verður stuð í Hraðfréttum – svo mikið er víst.
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál