„Trúði því sjálf að ég væri prinsessa“

Manuela Ósk Harðardóttir.
Manuela Ósk Harðardóttir.

Manuela Ósk Harðardóttir fagnar 31 árs afmælinu í dag. Hún stundar nám í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Þegar ég spurði hana að því hvað hún ætlaði að gera í tilefni dagsins sagði hún:

„Ég fór í afmælislunch með vinkonu minni í hádeginu á Kryddlegin hjörtu sem er skemmtileg tilviljun því sá staður á einmitt líka afmæli í dag og því var kaka í boði hússins. Í kvöld ætla ég svo að borða huggulegan mat með fjölskyldunni minni og mögulega kíkja út að dansa eftir það,“ segir Manuela Ósk.

Hún segist ekki vera mikið afmælisbarn.

„Ég tek afmælisdaginn ekki mjög alvarlega en það er vissulega gaman að tríta sig og eiga góða stund með vinum og fjölskyldu í tilefni dagsins.“

Manuela verðlaunaði sjálfa sig í tilefni dagsins og pantaði sér ferð til Lundúna um næstu helgi. Þar ætlar hún að hitta ameríska vinkonu sína. „Ég tek fagnandi öllum afsökunum og tilefnum til að gleðja sjálfa mig.“

Aðspurð um bestu afmælidagana segir hún að þeir hafi verið eftir að hún varð sjálf móðir.

„Þá byrjaði ég að fá svo áhugaverðar afmælisgjafir. Annars man ég mjög greinilega eftir 9 ára afmælisdeginum mínum. Afi minn hafði keypt handa mér rosalegan prinsessukjól í útlöndum, með bjöllum í undirpilsinu sem klingdu þegar maður hreyfði sig. Ég var búin að horfa á hann uppíi  skáp í margar vikur og fékk loksins að fara í hann þennan dag. Ég nánast trúði því sjálf að ég væri prinsessa.“

Manuela Ósk Harðardóttir.
Manuela Ósk Harðardóttir. Ljósmynd/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál