Labbaði út með 800.000 kall

Berglind Ómarsdóttir.
Berglind Ómarsdóttir.

Berglind Ómarsdóttir kom, sá og sigraði í Minute to Win It á SkjáEinum síðasta fimmtudagskvöld. Ingó Veðurguð stýrir þættinum og sátu áhorfendur spenntir fyrir framan viðtækin. Berglind rúllaði upp þrautunum í þættinum eins og enginn væri morgundagurinn og gekk út úr sjónvarpssal með verðmæti upp á 800.000 kr.

Á meðal vinninga var 48 tommu flatskjár frá Heimilistækjum. Auk þess fékk hún gjafakort í Smáralind og grínaðist Ingó Veðurguð með það að nú gæti hún keypt buxur handa systur sinni, sem fylgdi henni í þáttinn.

Berglind, sem starfar á næturvöktum á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund meðfram tölvunarfræðinámi í HR og æfir kickbox og brasilískt Jiu-jitsu af kappi hjá Mjölni sagði einbeitingu og heppni lykilinn að árangri í þessum skemmtilegu þáttum ásamt því að taka sig ekki of hátíðlega.

„Naglarnir voru erfiðir enda var ég mjög stressuð fyrir þá þraut. Maður þarf mikla einbeitingu í naglana og finna út hvað þarf að gera til að það virki og gangi upp. Hoppuþrautin þar sem ég þurfti að hrista boltana út úr kassanum á bakinu á mér var einfaldari. Ef maður þorði að gera sig að fífli og hoppa og hrista sig var hún ekkert mál en kannski ekki allir reiðubúnir að hoppa og láta eins og kjáni með að hrista sig. Mér var bara alveg sama og kláraði hana bara,“ segir Berglind. 

Á nýju ári er Berglind á leið til Berlínar með WOWair en flugferðin var einn af vinningum í sjónvarpsþættinum. Þrátt fyrir heiðarlega tilraunir er það ekki Ingó sem er á leiðinni þangað með henni, heldur kærasta hennar, Ingibjörg Linda Jones.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál