Hvers vegna er þetta kallað útlitsdýrkun?

Fanney Ingvarsdóttir er hissa á því hvernig fólk getur látið.
Fanney Ingvarsdóttir er hissa á því hvernig fólk getur látið.
<span>Fyrrverandi fegurðardrottningin Fanney Ingvarsdóttir, sem var Ungfrú Ísland 2010, segist hafa ýmsa fjöruna sopið í bloggheiminum. Hún byrjaði að blogga þegar hún tók þátt í keppninni og segist vera orðin svolítið þreytt á skoðunum fólks og þá sérstaklega útlitsdýrkun. <br/></span> <span>„Við verðum að passa okkur á því að mistúlka ekki útlitsdýrkun. Ég hef lesið pistla sem snúast um hversu asnalegt það er þegar fólk skrifar um hollt mataræði og að þessir pistlar snúist bara um það að missa sem flest kíló. Það er svo alls ekki þannig! Síðan hvenær var það útlitsdýrkun að lifa heilbrigðum lífsstíl og vera ánægður með sjálfan sig? Það er ekkert að því (að mínu mati), að deila með fólkinu í kringum sig hollu mataræði og t.d. hvaða æfingar þeir gera í ræktinni. Það er bara frí auglýsing fyrir fólk sem t.d. er að koma sér af stað og vill ekki borga fyrir einkaþjálfara. Þetta er það sem mótiverar fólk til að koma sér af stað á ný. Hreyfingaleysi er eitt það óhollasta sem þú getur boðið líkamanum þínum upp á. Persónulega finnst mér mjög sniðugt þegar fólk sem lifir heilbrigðum lífsstíl (þá á ég auðvitað ekki við öfgakenndum, heldur heilbrigðum) deilir á veraldarvefnum mismunandi dæmum um hollar máltíðir og millimál sem gefa fólki hugmyndir. Hvaða æfingar er sniðugast að gera í ræktinni. Það snýst ekki endilega um að grennast sem mest heldur að lifa heilbrigðum lífsstíl og líða vel! Þetta hefur alltaf verið til staðar og af hverju er það núna kallað útlitsdýrkun?“</span> <div><span>Fanney hefur ekki alltaf verið í hollustunni. </span></div><div><span>„Sjálf var ég á stað þar sem ég borðaði ekkert nema skyndibitafæði, hreyfði mig ekkert og svaf endalaust. Ég var með höfuðverk alla daga sem minnti mig helst á þynnku sökum orkuleysis. Ég greindist með vott af depurð (með öðrum orðum, vott af þunglyndi), þvílíkan D-vítamín skort og í raun skort á öllum vítamínum og fyrstu viðbrögð lækna voru að setja mig á þunglyndislyf. Það er enginn sem segir mér að slíkur lífstíll sé hollur fyrir líkama og sál. Um leið og ég tók til í mataræðinu og fór að mæta í ræktina á hverjum degi leið mér loksins betur. Ég fékk innblástur og mótiveringu frá fólki sem var duglegt og agað á þessum sviðum. Ég fékk hugmyndir af hollum mat, góðum æfingum í ræktinni og fleira. Aldrei á ævinni hefur mér liðið betur en akkúrat þegar ég er stödd þarna. Á fullu að hreyfa mig, borða hollari mat og minna af skyndibita. Ég borðaði fæðu sem innihélt nauðsynlegt magn af daglegum næringarefnum fyrir líkamann. Það var ekkert mál að vakna á morgnana, var með nóg af orku til að þrauka daginn og leið miklu betur líkamlega og fyrir vikið, andlega líka. Það er enginn sem segir mér að þetta sé útlitsdýrkun. </span></div><div><span>Þó svo að útlitsdýrkun sé framarlega í orðaforðanum um þessar mundir þarf ekki að tengja það við lífsstílsblogg sem hjálpa öðru fólki að komast á betri stað. Svo þegar ég hafði náð að hífa sjálfa mig á miklu hærri stall með þessum hætti hvað varðar vellíðan, var eitt af því sem ég fékk að heyra að ég væri pottþétt á <b>Klemma</b>. Ég þurfti að kanna málið betur til að komast að því hvað Klemma í raun væri - en það er víst ólöglegt, stórhættulegt hestalyf sem lætur þig grennast fyrr. Manneskja eins og ég sem þori ekki að reykja sígarettu... Eitthvað sem var mjög gaman að heyra þegar ég hafði unnið hörðum höndum að því að komast á þennan stað og ég viðurkenni að ég verð mjög reið þegar ég heyri svona. Ég trúi bara ekki að fólk hafi það í sér að koma af stað svona sögum, að ég sé í raun á dópi finnst mér ganga skrefinu of langt og er það ástæðan fyrir mikilli reiði sem braust innra með mér strax í kjölfarið. Ekki að það komi fólki úti í bæ neitt við hvernig fólk gerir hitt eða þetta, en þetta finnst mér gott dæmi um hversu auðvelt er að rakka niður í stað þess að hrósa... </span></div><div><span>Það að finna allar óheilbrigðar leiðir og koma orðinu af stað svo allir haldi það pottþétt að þessi Fanney úti í bæ var að grennast með kolólöglegum hætti. </span><span>En þetta er eitt af því sem þarf að sætta sig við með því að búa í því samfélagi sem við Íslendingar búum við í dag, sorglegt en satt. </span></div><div> <div><span>En það skiptir mig ekki máli hvað fólk úti í bæ heldur, það sem skiptir mig öllu máli er hvernig mér líður með sjálfa mig og mitt nánasta fólk - og þannig ætti öllum að líða!“<br/></span></div> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál