Eiginlega hætt að kíkja í baðskápa

Guðrún Veiga og sonur hennar Valur Elí Guðmundsson
Guðrún Veiga og sonur hennar Valur Elí Guðmundsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Guðrún Veiga matarbloggari á Smartlandi Mörtu Maríu og höfundur bókarinnar, Nenni ekki að elda, gerði lista yfir 25 atriði sem einkenna hana.

1. Ég borða ekki kokteilsósu. Skil hana ekki.

<span>2. Hringitónninn í símanum mínum er My Heart Will Go On. Úr Titanic. Leikið á fiðlu. Fólk á erfitt með að sýna því skilning.</span>

<span>3. Ég tala rosalega hratt. Undanfarið hef ég dottið inn í fáein útvarpsviðtöl og mjög meðvitað reynt að tala hægt. Það gladdi mig ekkert sérstaklega að hlusta á útvarpsþættina eftir á. Ég hljóma eins og ég sé að stunda símakynlíf. Vantar bara stunurnar.</span>

<span>4. Ég get ekki borðað pylsu nema að það sé sett á hana í ákveðinni röð. Fyrst tómatsósa. Svo hrár. Steiktur. Síðan sinnepið. Pylsan sett í brauðið og tvær rendur af remúlaði ofan á. Þess má geta að ég var ekki vinsæll sjoppukúnni áður en sjálfsafgreiðsla á pylsum kom til sögunnar.</span>

<span>5. Hamborgari án tómata er ekki hamborgari. Bara kjöthleifur í brauði. Þarna kemur óþolandi sjoppukúnninn aftur inn í jöfnuna. <em>,,Get ég fengið mikið af tómötum? Mjög mikið!”. </em>Á heimatilbúna hamborgara set ég alltaf tvo heila tómata. Mmm.</span>

<span>6. Ég geymi rauðvín í ísskáp. Það er víst eitthvað ekki móðins. Að mér skilst.</span>

<span><a href="http://1.bp.blogspot.com/-2eGc6RPpclM/VIo4YH4t29I/AAAAAAAAROM/eMldscakkr0/s1600/IMG_5823.JPG"><img border="0" data-orig-src="http://1.bp.blogspot.com/-2eGc6RPpclM/VIo4YH4t29I/AAAAAAAAROM/eMldscakkr0/s1600/IMG_5823.JPG" height="426" src="https://images-blogger-opensocial.googleusercontent.com/gadgets/proxy?url=http%3A%2F%2F1.bp.blogspot.com%2F-2eGc6RPpclM%2FVIo4YH4t29I%2FAAAAAAAAROM%2FeMldscakkr0%2Fs1600%2FIMG_5823.JPG&amp;container=blogger&amp;gadget=a&amp;rewriteMime=image%2F*" width="640"/></a></span>

<span>7. Þegar ég var 13 ára hélt ég að ég hefði séð sætasta strák í heimi á skólaballi. Ég veiddi kókdós sem hann var að drekka úr upp úr ruslinu. Sú kókdós er ennþá geymd vel og vandlega.</span>

<span>8. Ég er skelfilega myrkfælin og sef alltaf með öll ljós í húsinu kveikt. Og helst sjónvarpið í rífandi stuði. Þegar ég var yngri og ein heima var ávallt eitt stykki eldhúshnífur innan seilingar.</span>

<span>9. Ég er alltaf í krónísku hárlosi. Í augnablikinu eru sirka ellefu hár á hausnum á mér.</span>

<span>10. Stundum kyngi ég tyggjói. Þið vitið, ef það er ekki ruslatunna í grennd.</span>

<span>11. Ég get borðað 16” pizzu alein. Og lítinn skammt af brauðstöngum á sama tíma. Eða nei, ég borða þær yfirleitt í bílnum á leiðinni heim með pizzuna.</span>

<span>12. Mig langar svo að opna sælgætisverksmiðju. Ég væri stórkostleg sælgætisgerðarkona.</span>

<span>13. Besta tilfinning í heimi: að sjá sjálfa mig í afkvæminu. It blows my mind. Svo við slettum aðeins. Allir taktanir. Talsmátinn. Matarástin. Málgleðin. (Frekjan, þrætugirnin og fleira sem óþarfi er að nefna).</span>

<span><a href="http://1.bp.blogspot.com/-XVWIp13u7b8/VIo5RPzTc4I/AAAAAAAAROc/tFVTJi_nBa0/s1600/1613925_10152037985392568_1290241738_n.jpg"><img border="0" data-orig-src="http://1.bp.blogspot.com/-XVWIp13u7b8/VIo5RPzTc4I/AAAAAAAAROc/tFVTJi_nBa0/s1600/1613925_10152037985392568_1290241738_n.jpg" height="640" src="https://images-blogger-opensocial.googleusercontent.com/gadgets/proxy?url=http%3A%2F%2F1.bp.blogspot.com%2F-XVWIp13u7b8%2FVIo5RPzTc4I%2FAAAAAAAAROc%2FtFVTJi_nBa0%2Fs1600%2F1613925_10152037985392568_1290241738_n.jpg&amp;container=blogger&amp;gadget=a&amp;rewriteMime=image%2F*" width="640"/></a></span>

<span>14. Ég hata auglýsingarnar frá Hamborgarafabrikkunni. Ég veit að það er bannað að tala um það. En ég hata þær. Og mig langar ekkert í hamborgara þegar ég sé þær.</span>

<span>15. Ég þoli ekki þegar ég er ávörpuð bara „Guðrún“. Það er Guðrún Veiga eða ekki neitt.</span>

<span>16. Einu sinni kíkti ég stundum í baðherbergisskápa. Ehm, ekki mína eigin sko. Heldur hjá öðrum. Ég er hætt því. Svona eiginlega.</span>

<span>17. Ég laga samt klósettpappírsrúlluna ef hún snýr vitlaust að mínu mati.</span>

<span>18. Ég hef einnig óstjórnlega þörf fyrir að kíkja í ísskápinn heima hjá fólki. Næ samt að hemja hana. Í flestum tilvikum.</span>

<span>19. Ég er hryllilega forvitin.</span>

<span>20. Ég á erfitt með pissuhljóð á almenningsklósettum. Þess vegna treð ég alltaf helling af pappír í klósettið áður en ég létti á mér. Nei, ég er ekkert sérstaklega umhverfisvæn.</span>

<span>21. Einu sinni tróð ég mandarínusteinum svo langt upp í nefið á mér að það var ómögulegt að ná þeim út. Svo hnerraði ég. Blessunarlega.</span>

<span>22. Ég saug á mér þumalputtann fram að fermingu. Sirka. Það hefur komið fyrir á fullorðinsárum mínum að ég vakni með puttann ískyggilega nálægt vörunum á mér.</span>

<span>23. Ég geng hvorki með húfur né hatta af því ég finn slíkan búnað sjaldan í minni stærð. Ég er undarlega höfuðstór. En höfuðið passar svo sem ágætlega á karlmannslegar herðar mínar.</span>

<span>24. Ég er óþolandi áttavillt. Sennilega ein sú áttavilltasta manneskja sem hægt er að finna. Ég hef tvisvar villst á leiðinni frá Egilsstöðum til Akureyrar. Já, það er hægt. Nei, þetta er ekki bein leið! Núna er ég búin að búa í Reykjavík í 14 mánuði. Ég nota GPS tæki á hverjum degi.</span>

<span>25. Ég get ekki verið með varalit án þess að hann fari út um allt andlit á mér - á innan við fimm mínútum frá ásetningu. Stundum lít ég út eins og ég hafi farið varalituð í ofbeldisfulla endajaxlatöku.</span>

<div>

<span>Óþarfa upplýsingar eru fínar svona inn á milli. Ekki?</span>

</div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál