Hvað þýðir eiginlega „sjomla“

Sveppi er einn af þeim sem kom orðinu sjomli og …
Sveppi er einn af þeim sem kom orðinu sjomli og sjomla í tísku. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Reglulega sprettur upp nýtt slangur og er eitt heitasta orðið þessa dagana orðin sjomli og sjomla. En hvað þýðir þetta eiginlega? Orðin eru mikið notuð af ungu fólki sem kallar hvert annað sjomlu eða sjomla. 

Inni á vef Vísindavefsins er ágæt útskýring á orðinu sjomli og sjomla. 

„Orðið sjomli er fremur nýtt í málinu og ekki á allra vörum. Ég hef leitað til yngra fólks og þekkja það margir en alls ekki allir. Sumir segja að það merki „gamli minn“, aðrir að það sé notað í merkingunni „spaði eða flottur gaur“ eins og ungur maður orðaði það. Það næsta sem ég hef komist upprunanum er að vinsældir orðsins megi rekja til smáskífu þeirra Friðriks Dórs, Auðuns Blöndal og Sveppa sem ber heitið Sjomleh. Textinn hefst svona:

Sjomleh hvernig ertu? Mig langar að tengja. Sjomle hvar ertu? Mig langar að hengja Mig á flösku Fulla af landa ohhoo Ég vil ekki stranda.“
Friðrik Dór.
Friðrik Dór. Morgunblaðið/Styrmir Kári
Auðunn Blöndal á rúntinum.
Auðunn Blöndal á rúntinum. mbl.is/Youtube.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál