Veðurteppt í eftirpartíi

Vera Sölvadóttir og Brynja Þorgeirsdóttir á Eddunni. Brynja var valin …
Vera Sölvadóttir og Brynja Þorgeirsdóttir á Eddunni. Brynja var valin sjónvarpsmaður ársins.

Kvikmyndagerðarmaðurinn Vera Sölvadóttir varð veðurteppt í eftirpartíi eftir Edduna sem haldið var í Bíó Paradís við Hverfisgötu. Enga leigubíla var að fá í þessu vonda veðri og endaði Vera á að labba heim til sín á háu hælunum.

„Ég fór með Betu Ronalds eftir að hafa beðið langa stund eftir bíl sem kom aldrei,“ segir hún.


Vera segir að þetta hafi ekki komið að sök því hún búi í miðbænum. „Okkur var aðallega kalt þegar við vorum að bíða eftir bílnum sem kom aldrei,“ segir Vera og bætir því við að það hafi verið mikið stuð í partíinu.

Vera eignaðist sitt fyrsta barn síðasta sumar með eiginmanni sínum og leikaranum, Damon Younger. Hún segist lítið hafa farið í partí síðasta eina og hálfa árið og hafi þess vegna notið þess sérstaklega vel.

„Ég var aðallega bara að spjalla við kollega. Lít svolítið á þetta sem árshátíðina okkar. Svo var líka æði að hitta erlendu gestina. Þetta var mikið til fólk sem ég hef kynnst úr bransanum erlendis og það var gaman að tala við þau aftur. Það voru hér gestir í tengslum við Stockfish-hátíðina.“

Á morgun verður dansmynd Veru, Gone, frumsýnd hérlendis á Stockfish-kvikmyndahátíðinni en hún keppir um stuttmyndaverðlaunin. Myndina gerði Vera með Helenu Jónsdóttur danshöfundi og leikstjóra. Ingvar E leikur eina hlutverkið í myndinni og að sögn Veru er hann rosalegur dansari.

„Myndin var tekin upp á Gljúfrasteini og hefur ekki enn verið sýnd hér á landi en hún var frumsýnd um áramótin í Helsinki.“

Ingvar E. Sigurðsson leikur aðalhlutverkið í Gone.
Ingvar E. Sigurðsson leikur aðalhlutverkið í Gone.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál