Björt á von á tvíburum

Björt Ólafsdóttir á von á tvíburum.
Björt Ólafsdóttir á von á tvíburum. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Alþingismaðurinn Björt Ólafsdóttir á von á tvíburum með eiginmann sínum, Birgi Viðarssyni. Nútíminn greinir frá þessu en fyrir eiga þau hjónin soninn Garp sem er fimm ára en verður sex ára í ágúst.

Það hefur aldeilis gustað af Björt síðan hún settist á þing fyrir Bjarta framtíð 2013 en áður var hún formaður Geðhjálpar. Björt er mikil fjölskyldumanneskja. Í viðtali við Smartland Mörtu Maríu um áramótin sagðist hún alltaf verða svolítið væmin um áramótin en í viðtalinu kom fram að hún væri spennt fyrir komandi ári. Eins og nýjustu fréttir gefa til kynna verður nóg að gera hjá henni á þessu ári. HÉR er hægt að lesa viðtalið.

Smartland Mörtu Maríu óskar fjölskyldunni til hamingju með fjölgunina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál