Höfðu áhyggjur af að hún væri að fæla menn frá

Pjetur Maack, Margrét Erla Maack og Ragnheiður Ólafsdóttir. Þess má …
Pjetur Maack, Margrét Erla Maack og Ragnheiður Ólafsdóttir. Þess má geta að mamma hennar og pabbi eru með henni á myndinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Í þá gömlu og misgóðu daga þegar ég var einhleyp höfðu foreldrar mínir miklar áhyggjur af því að ég væri að fæla frá mér menn, ekki með andfýlu, táfýlu, svitalykt, truntuskap, tussuhætti eða kynkulda – nei, heldur væri ég að fæla þá frá mér með svokölluðum látum. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sagði mamma: „En ef þú prófar, bara í smástund, að vera hæverska stúlkan?“ Með þessu átti hún við að ég ætti að lækka í mér, hætta að tala um allt þetta neðanbeltis sem mér finnst svo gaman að grína með og tala um á hreinskilinn hátt, hætta að láta á mér bera og svo framvegis. Móðir mín, sú sama og margtuggði ofan í mig að það væri asnalegt að vera feimin,“ segir Margrét Erla Maack sirkuskona og danskennari með meiru í sínum nýjasta pistli í Kjarnanum.

„Ef ég hefði látið af þessu verða – og eitthvert aumingjans grey hefði fallið fyrir þessu atriði, hvert væri þá framhaldið? Líklega þyrfti ég að hætta öllu sirkusbrölti – hvað þá fullorðinssirkusbrölti, danskennslan (sem snýst að miklu leyti um grindarbotn og almennan þokka) hyrfi úr lífi mínu og karaokekvöldin sömuleiðis. Myndi ég halda leikritinu áfram og lokast í eigin óhamingju en fá við og við útrás í hvítvíni með stelpunum? Eða myndu múrarnir falla og manninum yrði ljóst hvers eðlis væri, að hann væri lofaður skellibjöllu sem enginn hefur hemil á? Foreldrar mínir hvöttu mig, meira í gríni en alvöru (vona ég í það minnsta), til að skrúfa niður í mér. Setja drauma mína og atvinnutækifæri á hold (les: hóld en ekki hold). Allt fyrir ástina. Án þess að gera lítið úr einum eða neinum er lífsförunautur og reglulegar samfarir krem á þá dásamlegu köku sem það er að vera sjálfri sér nóg.“

Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Margrét Erla Maack og Lee Nelson.
Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Margrét Erla Maack og Lee Nelson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál