Kallaði kærustuna „feitu“ og fékk hörð viðbrögð

Agnes Grímsdóttir á von á barni.
Agnes Grímsdóttir á von á barni.

Snæbjörn Ragnarsson í Skálmöld birti mynd af kærustu sinni, Agnesi Grímsdóttur, og kallaði hana „feitu“ en þau eiga von á barni innan skamms. Hann skilur ekki hvers vegna fólk brást svona við og skrifaði eftirfarandi á Facebook-síðu sína:

Ég setti inn mynd hér á Facebook í gærkvöldi. Hún var af Agnesi, kasóléttri og fallegri, hvar við sátum á Tapasbarnum og höfðum það gott svona rétt áður en við héldum á uppistand með Jimmy Carr. Myndatextinn minn hljóðaði svona:

„Tapas og Carr með feitu. Síðustu dagar frelsis.“

Og auðvitað fóru sumir á límingunum. Sem betur fer ekkert allir, en alveg ótrúlega margir, og það er fokking óþolandi! Ég sé tvær ástæður fyrir þvi.

1. Hverskonar lítilsvirðing er það af utanaðkomandi að hnýta í orðalag mitt og halda því þannig fram að ég fari þá leið að særa manneskjuna sem mér þykir vænt um? Eruð þið í alvöru að halda því fram að ég sé svona mikill drullusokkur? Ég er ekkert að skýla mér bakvið það að þetta hafi verið grín, þótt auðvitað hafi það verið undirliggjandi. Staðreyndin er nefnilega sú að svona tölum við saman, ég og fólkið sem stendur mér næst, Agnes þar meðtalin. Núna er Agnes til að mynda ljómandi digur, bæði vegna þess að hún er kösuð en einnig vegna þess að hún er almennt ekki grennsta manneskja í heimi. Þá kalla ég hana stundum „feitu“. Hún kallar mig svo til dæmis mjög oft „gamla“, vegna þess að ég er næstum 14 árum eldri en hún. Og hvað þýðir það? Að hún sé spikfeit og illa lyktandi og ég eldgamall og ógeðslegur? Bara alls ekki. Þetta er ekki niðrandi orðalag heldur samskipti fólks sem þykir ofurvænt hvort um annað en tekur sig ekki alltaf of hátíðlega. Við tölum kannski ekki saman í sama ótta, kurteisi, tepruskap, feimni eða hvaðeina og sum ykkar hinna, en hver í andskotanum haldið þið að þið séuð að meta það sem svo að allt sé gert í fullkominni óvirðingu? Svei ykkur fyrir að draga það í efa og niður í svaðið!

Snæbjörn Ragnarsson.
Snæbjörn Ragnarsson. mbl.is/Styrmir Kári

2. Hvernig dettur ykkur í hug að senda það út á galopið internetið að það sé ógeðslegt að vera feitur? Ég get alveg skilið þau rök að það sé ekki hollt að vera akfeitur, og þá er ég að tala um heilsufarsástæður. Ég þarf sjálfur að passa mig á að þyngjast ekki um of, það er auðvitað beinlínis óhollt fyrir mig eins og aðra. En við erum bara ekkert að tala um það og mér líður alveg ljómandi ágætlega með smá bjórbelg framan á mér. Ég var spurður hvort ég hefði ekki frekar meint „heita“ eða kannski „fallega“, hvort þetta væri ekki innsláttarvilla eða hvort það væri ekki bara ég sem væri feitur? Nei, ég ætlaði ekkert að skrifa „heita“. Ég ætlaði að skrifa „feita“ vegna þess að hún Agnes er eins og hún er nákvæmlega núna í dag. Pínu feit og kasólétt. Hún er það, hvort sem ykkur líkar það betur eða verr og þótt enginn eigi greinilega að dirfast að segja það upphátt. En það kemur alls ekkert í veg fyrir það að hún er bæði sjóðheit og gullfalleg þótt orðalagið hjá þeim sem um ræðir hafi svo sannarlega gefið annað til kynna. Þetta virðist nefnilega ekki eiga að geta farið saman. Ykkur finnst sem sagt bara í himnalagi að ýta undir hugsunarháttinn um grindhoraðar stereótýpur sem er þjóðfélaginu miklu þungbærari en fólk sem er með örlítið utan á sér og passar ekki endilega í extra small beint úr þurrkaranum. Krosskomplexuðu kjánarnir ykkar!

Ef þetta eru skilaboðin sem þið eruð að senda börnunum ykkar þurfum við svo sannarlega að hafa miklu meiri áhyggur en af því hver vinnur Biggest Looser. Árið er 2015. Ekki vera heilaþvegnir hálfvita

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál