Hera Björk í beinni frá Stokkhólmi

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona.
Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona. mbl.is/Gunnar Dofri

Söngkonan Hera Björk er stödd í Stokkhólmi þessa stundina. Að þessu sinni hefur það ekkert með Eurovision að gera heldur er hún að undirbúa frumsýningu á söngleiknum Queen of Effing Everything.

Sýningin fer fram í Playhouse Theater í miðborg Stokkhólms og standa æfingar yfir í dag og á morgun. Þegar undirrituð heyrði í Heru Björk sagði hún að hér væri allt að smella. 

„Við komum hingað í gærkvöldi og svo erum við að æfa í allan dag. Í kvöld fer ég og tala við aðdáendur, árita og í einhver viðtöl. Svo er Nordic party með Gretu Salóme síðar í kvöld og við mætum að sjálfsögðu þar.

Á morgun æfum við til um kl. 15:00 og eftir það förum við í boð í Íslenska sendiráðinu og svo er sýningin kl. 21:00 vonandi fyrir fullu húsi en það er að verða uppselt,“ segir Hera um sýninguna.

Hér fyrir neðan er myndband af æfingunni. 



Hér fyrir neðan er hennar nýjasta myndband: 

Hera Björk á sviði.
Hera Björk á sviði. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál