Ferðalag inn í hulinn heim

Hrund Gunnsteinsdóttir og Kristín Ólafsdóttir geisluðu af gleði á frumsýningunni …
Hrund Gunnsteinsdóttir og Kristín Ólafsdóttir geisluðu af gleði á frumsýningunni ásamt vinum sínum.

„Að heimsfrumsýna InnSæi í yfir 30 kvikmyndahúsum um allt Þýskaland er algerlega frábært. Oftast ná heimildarmyndir ekki einu sinni í bíó erlendis heldur fara meira á kvikmyndahátíðir og í sjónvarp,“ segir Kristín Ólafsdóttir. Hún og Hrund Gunnsteinsdóttir eru leikstjórar myndarinnar InnSæi sem heimsfrumsýnd var í Berlín á miðvikudagskvöldið. Hrund höfundur Innsæi og Kristín framleiðandi framleiðendur myndarinnar. Yfir 30 kvikmyndahús munu sýna myndina daglega næstu vikurnar. Framleiðslufyrirtæki Kristínar heitir Klikk og stendur að myndinni en hún verður frumsýnd á Íslandi í október.

Á frumsýningu í Berlín

Hrund og Kristín voru viðstaddar frumsýninguna ásamt fríðu föruneyti aðstandenda InnSæis og annarra erlendra gesta víðsvegar að.

Að sögn Kristínar mun dreifingarfyrirtækið Mindjazz Pictures dreifa myndinni í Þýskalandi. „Fulltrúar fyrirtækisins féllu fyrir myndinni og fjölmiðlar í Þýskalandi hafa sýnt henni mikla athygli,“ segir Kristín. „Við erum líka búin að forselja myndina á 9 sjónvarpstöðvar í 9 löndum. Efni myndarinnar greinilega heillar erlenda dreifingaraðila þó íslenska orðið innsæi sé þeim framandi,“ segir Kristín.

Þess má geta að sjá má að höfundarnir eru að leika sér að orðum því í kynningarmyndbandi á netinu stendur undir nafninu InnSæi uppá ensku The Sea within eða hafið hið innra.

Aðspurð segir Hrund að efni myndarinnar hljómi kannski óljóst. „Hugmyndin að heimildarmyndinni kviknar út frá persónulegri lífsreynslu minni og prisma-náminu sem ég setti í gang eftir hrunið. Þetta var diploma-nám sem ég setti af stað þar sem var skerpt á innri kompás, að fólk staðsetji sig og endurhugsi hlutina. Fyrir vikið hef ég mjög mikinn áhuga á þessu með innsæi og fór með þessa óljósu hugmynd til Kristínar Ólafsdóttur og við þróuðum hana áfram og gerðum þessa heimildarmynd saman,“ segir Hrund. „Ég er menntaður þróunar- og átakafræðingur og hef unnið fyrir Sameinuðu þjóðirnar og við höfðum báðar áhuga á að reyna að ná tökum á einhverju svona sterku sem virðist svolítið óljóst við fyrstu áheyrn.

Þetta er náttúrulega galin hugmynd að fara af stað að gera heimildarmynd um eitthvað svona óáþreifanlegt.“

Hvað bíður okkar?

Myndin gerir tilraun til að skynja samtíma okkar og hvað koma skal.

Heimurinn er að breytast hraðar en nokkru sinni fyrr og nýir tímar kalla á nýja hugsun. Nýir tímar kalla á breytt hugarfar og meðvitaða skynjun. Að sögn Kristínar og Hrundar býður InnSæi áhorfendum í ferðalag inn í hulinn heim innra með hverju og einu okkar sem lætur engan ósnortinn.

Að þeirra sögn munu 65% af skólakrökkum í dag eiga eftir að vinna störf í framtíðinni sem hafa ekki verið fundin upp.

Þær segja að talið sé að þunglyndi verði ein helsta orsök örorku og veikinda árið 2020. Kulnun í starfi, upplýsingaáreiti og ofbeldi er orðið daglegur hluti af menningu okkar, afþreyingarefni og fjölmiðlaumfjöllun, en ósnortin náttúra er orðin að fjarlægum draumi fyrir fólk víða um heim. Hvernig hafa þessir þættir áhrif á líf okkar? Á ferðalagi leikstjóranna Kristínar og Hrundar fylgjast þær með skólabörnum í Bretlandi sem er kennt með hjálp taugalíffræði og núvitundar að takast á við aukið upplýsingaflæði, streitu og auknar kröfur sem gerðar eru til þeirra. Reynsla barnanna sýnir þeim að innsæi er lykillinn að þeim sköpunarkrafti sem við þurfum á að halda til að einbeita okkur, dafna og takast á við nútímasamfélag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál