Segir Aniston eiga að skammast sín fyrir auglýsinguna

Jennifer Aniston hefur verið andlit Aveeno frá árinu 2013.
Jennifer Aniston hefur verið andlit Aveeno frá árinu 2013.

Leikkonan Jennifer Aniston prýðir auglýsingar fyrir húðskrúbb frá merkinu Aveeno og hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir. Ástæðan mun vera sú að skrúbburinn inniheldur litlar plastagnir sem skolast út í hafið við notkun skrúbbsins og eyðast seint upp.

Slíkar plastagnir eru tiltölulega algengar í snyrtivörum og finnast meðal annars í tannkremi og ýmsum húðskrúbbum. En ákveðin vitundarvakning hefur átt sér stað að undanförnu því þau áhrif sem plastið hefur á lífríkið í hafinu eru komin í ljós.

Aniston hefur meðal annars fengið það óþvegið á samfélagsmiðlum fyrir að vera talsmaður húðskrúbbsins. Eins tók ritstjóri tímaritsins Nature Aniston á teppið og sagði að hún ætti að skammast sín.

Þess má geta að Aveeno er í eigu snyrtivörurisans Johnson & Johnson. Talsmaður Johnson & Johnson hefur greint frá því að markmið þeirra sé að taka plastagnir úr öllum snyrtivörum merkisins fyrir lok árs 2017.

Húðskrúbburinn frá Aveeno inniheldur plastagnir sem hafa mengandi áhrif á …
Húðskrúbburinn frá Aveeno inniheldur plastagnir sem hafa mengandi áhrif á náttúruna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál