Fatastíllinn er sundurlaus

Úlfar Þormóðsson.
Úlfar Þormóðsson. mbl.is/Jim Smart

Úlfar Þormóðsson hefur sett svip sinn á mannlífið um margra ára skeið, en í ár eru 50 ár síðan hann gaf út sína fyrstu skáldsögu. Ég bauð honum í ferð til Smartlands og fékk að spyrja hann nokkurra vel valinna spurninga. Annars er Úlfar búinn að vera önnum kafinn, því á dögunum gaf hann út skáldsöguna Draumrof, sem kemur út hjá Veröld.

Hvernig ertu núna? Bara nokkuð brattur.

Hvað drífur þig áfram í lífinu? Forvitni.

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér? Fyrst er það lýsi, þá hunang, síðan „kortaðó“ á stéttinni hjá Kaffifélaginu þar sem svörin fást við erfiðustu spurningum dagsins, síðan morgunganga, súrmjólk, vefmiðlar og dagblöð. Þá loks er komið að skáldskapnum. Eftir það fer að síga á seinni hluta dagsins með bókalestri, mat, sjónvarpsfréttum, kannski frekara glápi á kassann en jafnoft áframhaldandi bókalestri. Inni á milli þessa alls er svo hið óvænta, sem alltaf kemur, sem betur fer, þó að ekki sé beðið eftir því. 

Hvernig skipuleggur þú skrifin? Engan veginn; þau ráða mér.

Í hvaða umhverfi vinnur þú? Heima, með Tugtið, Níuna, utan við gluggann, Akrafjall og Skarðsheiði, hafið og Esjuna í bakgrunni og mannfólkið á Skólavörðustígnum á röltinu.

Ertu dug­legur að láta drauma þína ræt­ast? Næ þeim, sumum.

Ertu a-mann­eskja eða b? B, bB, b.

Borðarðu morg­un­mat? Já.

Ertu dug­legur að elda? Ekki mjög.

Hugsar þú vel um heilsuna? Bærilega.

Áttu lík­ams­rækt­ar­kort? Nei, og hef ekki í hyggju að eignast það (kann enn nokkrar æfingar úr Atlas-kerfinu).

Hvernig mynd­irðu lýsa fata­stíln­um? Sundurlaus.

Tek­urðu áhætt­u þegar út­litið er ann­ars veg­ar? Ekki svo ég viti.

Ertu með eða á móti fegr­un­araðgerðum? Hef ekki hugsað mér að nota þær fyrir mig.

Finnst þér út­lits­dýrk­un ganga út í öfg­ar? Sýnilega fegurðin skiptir ekki eins miklu máli og margur heldur.

Rækt­arðu vini þína? Ekki nógu vel og ekki eins mikið og ég helst vildi.

Ertu háður fjöl­skyldu þinni? Já.

Áttu gælu­dýr? Nei.

Upp­á­halds­hlut­ur? Of margir fyrir upptalningu.

Besta bók­in? Næstum alltaf sú sem ég er að lesa hverju sinni.

Kvikmyndin Casablanca er í uppáhaldi.
Kvikmyndin Casablanca er í uppáhaldi.

Eft­ir­minni­leg­asta mynd­in? Casablanca.

Helsta fyr­ir­mynd þín í líf­inu? Eigið innræti.

Hverju mynd­irðu breyta í lífi þínu ef þú gæt­ir? Ef til vill vildi ég ekki vera jafn hvatskeyttur og reyndin hefur verið - er samt ekki alveg viss.

Hef­urðu gert eitt­hvað sem þú sérð eft­ir? Já, margsinnis.

Gæt­irðu hugsað þér að búa ann­ars staðar í heim­in­um en á Íslandi? Ekki til lengdar.

Hvað gerir þig hamingjusaman? Örvandi gleði annarra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál