Eignaðist tvíbura 49 ára

Sigríður Beinsdóttir söngkona prýðir forsíðu MAN.
Sigríður Beinsdóttir söngkona prýðir forsíðu MAN. mbl

Söngkonan Sigríður Beinteinsdóttir er sannkölluð þjóðareign. Hún hefur verið í sviðsljósinu síðan hún var kornung eða frá því hún söng lagið Vertu ekki að plata mig sem kom út með HLH flokknum á níunda áratugnum. Sigga eins og hún er kölluð er í opinskáu viðtali í jólablaði MAN sem kemur í verslanir í dag. Þar segir hún meðal annars frá því hvernig var að eignast tvíbura 49 ára gömul og viðurkennir fúslega að eðlilegra væri að hún væri amma barna sinna frekar en mamma.

Í kjölfar fæðingar þeirra fylgdi fjögurra ára svefnleysi hjá Siggu og sambýliskonu hennar og tengja læknar streitu þessu fylgjandi við blóðtappa í höfði sem Sigga fékk á síðasta ári. Sigga upplifði málstol og minnisleysi og þegar læknar lögðu fyrir hana próf mundi hún ekki nöfn barna sinna.

„Ég var spurð til nafns, spurð um nöfn foreldra minna og hvar ég byggi og ég svaraði þessu öllu. Svo kom að því að ég var spurð hvað börnin mín heita og þá fraus ég. Ég mundi nöfn þeirra hvorugs. Ég sá þau fyrir mér en nöfnin mundi ég engan veginn,“ segir Sigga í viðtalinu.

Sigga og sambýliskona hennar, Birna María Björnsdóttir, segja farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við starfsfólk fæðingardeildar Landspítalans þar sem móðir og börn voru hætt komin á ákveðnum tímapunkti.

„Mig hefur oft langað að segja þessa sögu enda heyrir maður ítrekað svipaðar frásagnir þar sem óskir móður eru hreinlega hunsaðar. Það munaði bara hársbreidd að illa færi.“

Sigríður Beinteinsdóttir.
Sigríður Beinteinsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál