Róbert Wessman á lausu

Róbert Wessman.
Róbert Wessman. mbl.is/Ómar Óskarsson

Athafnamaðurinn Róbert Wessman, forstjóri Alvogen,  er skilinn við eiginkonu sína til 30 ára og er nú á lausu. Hann var kvæntur Sigríði Ýr Jensdóttur lækni. Séð og heyrt greinir frá þessu. 

Róbert hefur verið áberandi í viðskiptalífinu en hann er líka með mikla hjóladellu en árið 2015 sagði hann í viðtali við hjólablaðið Pedala að hann hafi náð af sér kílóunum með hjólreiðum. Hann var kominn í þriggja stafa tölu. Þegar viðtalið var tekið 2015 var hann kominn niður í 94 kg. 

„Ég byrjaði á því að taka þátt í þríþraut og gekk bara nokkuð vel. Ég kunni ekk­ert að synda og var við það að drukkna fyrstu ferðina yfir sund­laug­ina. Ég var alltaf þokka­lega góður hlaup­ari en fann að ég var lang­best­ur í að hjóla. Ég lenti í smá hnjaski áður en ég gat klárað þriðju þríþraut­ina og eyðilagði á mér öxl­ina en kláraði tvær af þrem­ur. Svo þegar ég var orðinn góður í öxl­inni byrjaði ég að hjóla af krafti og tók þátt í keppn­um þrjú sum­ur í röð, 2011, 2012 og 2013.“

 Hvað er það við hjól­reiðarn­ar sem er svona heill­andi?


„Þetta er góð leið til að kúpla sig al­veg frá dag­legu amstri. Þú ert úti að hjóla í tvo tíma og jafn­vel þótt veðrið sé vont, rok og rign­ing, þá hef ég alltaf jafngam­an af því. Ég hlusta á tónlist ef ég er einn eða fer út að hjóla með hóp. Fyr­ir mér er þetta góð aðferð til að hreinsa hug­ann, góð lík­ams­rækt og góð aðferð til að halda sér í formi. Þess­ar vik­ur sem mikið er að gera og maður ferðast mikið og kemst ekki að hjóla, maður sakn­ar hjól­reiðanna mikið.“

Frétt af Smartlandi: Wessman var yfir 100 kg

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál