Wessman var yfir 100 kg áður

Róbert Wessman.
Róbert Wessman. mbl.is/Ómar Óskarsson

Róbert Wessman forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvogen var ekki feitur þótt hann væri rúmlega 100 kg. Í dag er hann 94 kg og hefur sjaldan verið í betra formi. Í viðtali við Þorbjörn Þórðarson fyrir hjólatímaritið Pedalar segir Róbert frá hjólabakteríunni:

Róbert, sem er ekki feitur maður og frekar íþróttamannslega vaxinn, var á þeim tíma 102 kíló, þótt hann hafi ekki borið það utan á sér, og hafði hvorki stigið á hlaupabretti né reiðhjól í hátt í þrjátíu ár. Róbert er 94 kíló í dag en segir að það hafi alltaf verið frekar „þungt í honum pundið.“ Þessi áskorun frá samstarfsmönnum varð til að kveikja áhuga Róberts á hjólreiðum.

„Ég byrjaði á því að taka þátt í þríþraut og gekk bara nokkuð vel. Ég kunni ekkert að synda og var við það að drukkna fyrstu ferðina yfir sundlaugina. Ég var alltaf þokkalega góður hlaupari en fann að ég var langbestur í að hjóla. Ég lenti í smá hnjaski áður en ég gat klárað þriðju þríþrautina og eyðilagði á mér öxlina en kláraði tvær af þremur. Svo þegar ég var orðinn góður í öxlinni byrjaði ég að hjóla af krafti og tók þátt í keppnum þrjú sumur í röð, 2011, 2012 og 2013.“

 Hvað er það við hjólreiðarnar sem er svona heillandi?


„Þetta er góð leið til að kúpla sig alveg frá daglegu amstri. Þú ert úti að hjóla í tvo tíma og jafnvel þótt veðrið sé vont, rok og rigning þá hef ég alltaf jafn gaman að því. Ég hlusta á tónlist ef ég er einn eða fer út að hjóla með hóp. Fyrir mér er þetta góð aðferð til að hreinsa hugann, góð líkamsrækt og góð aðferð til að halda sér í formi. Þessar vikur sem mikið er að gera og maður ferðast mikið og kemst ekki að hjóla, maður saknar hjólreiðanna mikið.“

Margir styðjast við sértaka playlista á Spotify eða öðrum tónlistarveitum þegar þeir hjóla einir en Róbert segist alltaf nota Bylgju appið á snjallsímanum sínum.

Hjólreiðafólk nefnir mismunandi ástæður fyrir ást á hjólreiðum. Flestum erum við að sækjast eftir þessari útrás og endorfínskotinu sem fylgir áreynslunni, rétt eins og hlauparar. Hvað er það sem þú sækist eftir?

„Þetta var fyrst og fremst líkamsrækt og ég hafði mjög gaman af því að keppa. Þetta hékk svolítið saman. Að mínu mati er þetta meira spennandi íþrótt en hlaup því það er miklu meiri yfirferð á þér. Sérstaklega skynjaði ég þetta sterkt þegar ég var að hjóla erlendis. Þú upplifir umhverfið allt öðruvísi en í bíl. Þú ert að horfa í kringum þig og ert í miklu meiri nánd við það sem þú ert að gera. Ég hef verið í alls kyns íþróttum. Og af því þú nefnir hraða, ég var í mótorhjólum í gamla daga og ég í sjálfu sér þá upplifði ég ekkert hjólreiðarnar sem adrenalínsport heldur miklu frekar sem aðferð við að hvíla hugann frá vinnu. Þótt það sé alltaf gaman að taka sprett á racernum öðru hvoru og sjá hvort maður geti eitthvað.”


HÉR er hægt að lesa viðtalið í heild sinni.

Róbert Wessman prýðir forsíðu Pedala.
Róbert Wessman prýðir forsíðu Pedala.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál