Ágústa Eva fékk skilaboð að utan

Ágústa Eva Erlendsdóttir.
Ágústa Eva Erlendsdóttir.

Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson sem skipa dúettinn Sycamore Tree voru beðin um að taka gamalt Eurovison-lag á undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar hér heima. Gunni segir að þau hafi verið meira en til í þetta. 

„Það var ákveðin rómantík í því líka þar sem Ágústa Eva hafði einmitt unnið Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir nokkrum árum og ekki stigið á Euro-sviðið síðan. Við slógum til og ákváðum að taka vinningslagið Save your kisses for me frá árinu 1976. Okkur fannst það vera rétta lagið fyrir okkur,“ segir hann.

Gunni segir að þau hafi fengið mikil viðbrögð við þessum flutningi.

„Flutningurinn fékk mikla athygli og það er greinilegt að Eurovision-heimurinn erlendis fylgist líka vel með þar sem okkur bárust þau dásamlegu tíðindi í vikunni að Brotherhood of Man, sem fluttu lagið upprunalega, komu þeim skilaboðum til Ágústu Evu að þau væru í skýjunum með flutninginn og minntust á að loksins hefði textinn fallegi við lagið verið fluttur á réttan hátt. Okkur þótti afar vænt um þetta enda mikið í mun að fara vel með fallegt lag,“ segir Gunni. 

Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir eru að gera góða ...
Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir eru að gera góða hluti í tónlistinni. Ljósmynd/Saga Sigurðardóttir
mbl.is

Mikilvæg atriði í atvinnuleit

Í gær, 23:59 Ýmislegt ber að varast þegar sótt er um nýtt starf. Passa þarf að ferilskráin sé með æskilegri mynd auk þess að ekki er ráðlagt að fara yfir ættartengsl sín í kynningarbréfi. Meira »

Vann með framhjáhaldi eiginmannsins

Í gær, 21:00 „En í þrjá mánuði þurfti ég að vinna með konunni sem svaf hjá manninum mínum. Þetta var sásaukafullt og niðurlægjandi tímabil af því að flestir vinnufélagar mínir vissu af framhjáhaldinu.“ Meira »

Frjálsleg og ófeimin

Í gær, 18:00 Ragnheiður Arngrímsdóttir ljósmyndari segir fermingarbörnin mun afslappaðri fyrir framan myndavélina nú en þegar hún sjálf fermdist fyrir 30 árum. Meira »

Minotti sækir innblástur í gamla hönnun

Í gær, 15:00 „Vara frá Minotti þarf að tikka í þrjú box, gæði, hönnun og þægindi. Að ná einu af þessu geta margir og jafnvel tveimur boxum þegar vel tekst til. En öll þrjú geta bara meistararnir, það sem er í gangi núna er mikil dýpt í áferðum og litavali,“ segir Úlfar Finsen í Módern en á dögunum var ný lína frá ítalska hönnunarfyrirtækinu kynnt. Meira »

Hannar fyrir Primark og Lindex

Í gær, 12:00 Lára Gunnarsdóttir er fatahönnuður segir það mikilvægt að hafa gott tengslanet og reyna kynnast sem flestum í bransanum ef maður ætlar að vinn við fatahönnun í London. Meira »

Stífmálar sig aldrei fyrir flug

Í gær, 09:00 Bryndís Torfadóttir, framkvæmdastjóri SAS á Íslandi, er á sjötugsaldri. Hún hefur ekki notað annað en Guinot-húðvörur í 30 ár og hefur sjaldan verið frísklegri. Meira »

Í sex mánuði á klósettinu

í fyrradag Veistu hversu miklum tíma af lífi þínu þú eyðir á klósettinu, í rúminu eða í símanum?   Meira »

Kann ekki að daðra

Í gær, 06:00 „Þú ert frábær stelpa en ekki Power Point-kynning. Ekki vera svona æst. Ekki fara alltaf eftir leikreglum,“ segir ráðgjafi Elle við unga stúlku í vanda. Meira »

Hönnunarkeppni um Brexit-vegabréf

í fyrradag Líklegt er að Bretar þurfi að skipta um vegabréf. Tímaritið Dezeen hefur blásið til hönnunarsamkeppni um nýtt vegabréf.   Meira »

Vildi ekki vera í kjól

í fyrradag Ebba Guðný Guðmundsdóttir heilsukokkur valdi sér óhefðbundin fermingarföt, var hæstánægð með kökuhlaðborðið í veislunni og tók glöð og undrandi við fjölmörgum heillaóskaskeytum. Meira »

Forsætisráðherra Bretlands í Vogue

í fyrradag Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, situr fyrir í aprílútgáfu bandaríska Vogue.   Meira »

Hvað er hægt að gera við „L“ stofu?

í fyrradag „Þannig er mál með vexti að ég hef lengi verið að vandræðast með er uppröðun í stofunni minni. Stofan er mætti segja í „L“ formi en hluti af því er borðstofa. Stofan sjálf, utan borðstofunar, er því nokkurnvegin löng og mjó.“ Meira »

Forsetafrúin og jafnréttismálin

í fyrradag Í kjölfarið var opinn fundur í Oslóarháskóla þar sem forsetafrúin, Eliza Reid var frummælandi. Efni fundarins var jafnréttismál og yfirskriftin: Kynbundin gjá á öld jafnra tækifæra. Meira »

Kvensjúkdómalæknar vilja að þú vitir þetta

í fyrradag Mörgum konum finnst óþægilegt að fara til kvensjúkdómalæknis. Kvensjúkdómalæknum finnst hins vegar ekki óþægilegt þótt konur séu á blæðingum með píkukláða. Meira »

Mikilvægast að drekka vatn á morgnana

í fyrradag Að drekka mikið vatn á morgnana getur hjálpað til við að auka orku, virkja heilann og jafnvel auka fitubrennslu.  Meira »

Með óvenjulega tískusýningu

22.3. Fatamerkið Milla Snorrason stendur fyrir óvenjulegri tískusýningu á Hönnunarmars.   Meira »
Meira píla