„Píkur eru tabú“

Michèle Degen hönnuður Vulva Versa sem gerir konum kleift að ...
Michèle Degen hönnuður Vulva Versa sem gerir konum kleift að skoða kynfæri sín. Juliette Chrétien

Svissneska listakonan og hönnuðurinn Michèle Degen er einn hinna erlendu gesta sem sækja HönnunarMars heim. Verk Degen eru afar femínísk, en hún hrífst meðal annars af ögrandi viðfangsefnum. 

„Verkin mín eru mjög fjölbreytt, en þau spanna allt frá píkuspeglum til bókar sem fjallar um ósköp venjulega steina. Það sem tengir verkin mín saman er hvernig ég horfi á hlutina, ég skoða þá afar náið og reyni að varpa nýju ljósi á ákveðin viðfangsefni eða efnivið,“ segir Degen og bætir við að hún sæki gjarnan innblástur í hegðun fólks.

Michèle Degen hönnuður.
Michèle Degen hönnuður. Juliette Chrétien

„Ég sæki þó ekki einungis innblástur í fólk, heldur einnig hluti sem við veltum ekki mikið fyrir okkur, eða tökum sem sjálfsögðum. Þá hef ég líka áhuga á að blása nýju lífi í hefðir ákveðinna menningarhópa, eða í hluti sem virðast einskis nýtir. Ég hef áhuga á hlutum sem virðast við fyrstu sýn vera leiðinlegir eða óspennandi. Hefðbundnum viðfangsefnum sem geta þróast yfir í eitthvað stærra þegar þeim er veitt athygli. Það er nefnilega ekki til sá hlutur sem er einskis nýtur. Með því að stjórna athygli áhorfandans má sjá fegurð í flestu, ef ekki öllu,“ segir Degen sem er hrifin af ögrandi viðfangsefnum, eins og sjá má á verkum hennar.

„Ég kann tvímælalaust að meta ögrandi viðfangsefni. Hluti sem eru á mörkum þess að vera samþykktir eða forboðnir. Athygli mín beinist einnig gjarnan að hlutum sem að mati almennings eru hefðbundnir. Það sem knýr mig áfram er spurningin um hvað samfélagið telur venjulegt,“ bætir Degen við.

Juliette Chrétien

Lítið talað um kynfæri kvenna

Verk Degen eru sum hver afar femínísk, en hún hannaði eins og áður sagði spegil sem gerir konum kleift að skoða kynfæri sín. En hvernig kviknaði hugmyndin að verkefninu, sem nefnist Vulva Versa?

„Þegar ég var útskriftarnemi við hönnunarskólann í Eindoven fengum við það verkefni að vinna með kvensjúkdómalæknum. Ég fékk tækifæri til að fylgja læknum eftir við störf þeirra og komst að því að mörgum konum þykir afar óþægilegt að setjast í stólinn hjá þeim og þurfa að glenna í sundur lappirnar. Ég tengi þetta skömm og áttaði mig á því að það er ekki mikið talað um kynfæri kvenna í samfélaginu, jafnvel meðal kvennanna sjálfra. Píkur eru tabú. Ég vildi því hanna grip sem myndi hvetja til umræðu og uppræta tabúið,“ segir Degen og bætir við að viðtökurnar við verkefninu hafi verið jákvæðar, þó stöku karlmaður hafi ekki skilið hvert notagildi speglanna væri.

„Bara það eitt að ræða spegilinn hefur opnað umræðu um kynfæri kvenna. Margir hafa óskað mér til hamingju með verkefnið á meðan aðrir, aðallega karlmenn, sáu þó upphaflega engin not fyrir speglana. Ég er þó spennt fyrir því að taka verkefnið á næsta stig og reyna að gera það aðgengilegt konum um allan heim,“ segir Degen, sem segir fegurðina felast í fjölbreytileikanum.

Umkringd framleiddri fegurð

„Við búum í heimi þar sem breytingar gerast afar ört og hugmyndir um fegurð koma og fara. Við erum umkringd fegurð sem hefur verið framleidd, þar sem jafnvel kynfæri kvenna þurfa að uppfylla ákveðna fegurðarstaðla. Það er mikilvægt að konur viti að fegurð er að finna í fjölbreytileikanum, og þess vegna ættu þær að taka þennan persónulegasta líkamshlut sinn í sátt, eins og hann er. Ég er sannfærð um að það er auðveldara að tala um líkamann ef við þekkjum hann. Að því leyti getur það haft góð áhrif á sjálfstraust kvenna,“ segir Degen, en að hennar mati er list og hönnun gagnlegt tól til að uppræta tabúið sem fylgir kynfærum kvenna.

„Umræða getur sýnt hlutina í nýju ljósi og haft í för með sér aukið samþykki. Líka fyrir píkuna,“ segir Degen að endingu.

Juliette Chrétien
Svona lítur spegillinn út.
Svona lítur spegillinn út. Juliette Chrétien

Bloggað um fréttina

Lífið breyttist eftir sambandsslitin

09:00 Elva Dögg Sigurðardóttir tók lífstíl sinn í gegn eftir að hún hætti með barnsföður sínum. Hún skipuleggur sig vel og notar ekki tímaleysi sem afsökun fyrir því að borða óhollt og skrópa í ræktinni. Meira »

Rómantískt rússneskt heimili

06:00 Fylgjendur íslenska landsliðins í knattpyrnu eiga von á góðu ef leiguíbúðir í Rússlandi eru eitthvað í líkindum við þessa.   Meira »

Sendiherrahjónin gera allt vitlaust

Í gær, 23:20 Risaeðlurnar eftir Ragnar Bragason voru frumsýndar í gærkvöldi í Þjóðleikhúsinu. Verkið hreyfði við áhorfendum.   Meira »

Guðni mætti á Guð blessi Ísland

Í gær, 20:20 Guð blessi Ísland eftir Mikael Torfason og Þorleif Arnarsson var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lét sig ekki vanta. Meira »

Kínóa á húðina, ekki bara í magann

Í gær, 18:00 Kínóa hefur ekki bara orðið vinsæl á matarborðum á undanförnum árum heldur er kínóa einnig að verða vinsæl húðvara.   Meira »

Kolvetni ekki alltaf vondi karlinn

Í gær, 15:00 Margir reyna að skera niður kolvetnaneyslu í megrunarskyni. Þó svo að það sé ekki hollt að borða brauð og pasta í hvert mál fitnar fólk ekki mikið við það að borða gulrætur. Meira »

Reynir að fara í ræktina klukkan sjö

í gær Sigríður Andersen lifir annasömu lífi og myndi vilja hafa örlítið meiri tíma til að lesa og prjóna. Hún mætir í ræktina klukkan sjö á morgnana. Meira »

„Ég hafði prófað allan andskotann“

Í gær, 12:00 Ragnheiður Kristjónsdóttir þekkir það vel af eigin raun að vera of þung. Í mörg ár burðaðist hún með allt of mörg aukakíló og var búin að reyna allt til þess að léttast. Meira »

Sleppir víni og japlar á kaffibaunum

í gær Victoria Beckham borðar kaffibaunir til þess að koma í veg fyrir áfengisneyslu og þar með timburmenni. Fatahönnuðurinn er þekktur fyrir meinhollan lífstíl. Meira »

Emblurnar fögnuðu 10 ára afmæli

í fyrradag Emblurnar voru í miklu stuði á Hilton - Vox Club þegar hópurinn fagnaði 10 ára afmæli sínu.   Meira »

Fékk nýtt eldhús fyrir 37.000 kr.

í fyrradag Sandra Gunnarsdóttir fékk nýtt eldhús með því að filma innréttinguna og mála eldhúsið bleikt. Útkoman er stórkostleg.   Meira »

Hilfiger með línu fyrir fatlað fólk

í fyrradag Tommy Hilfiger segir línu sem er hönnuð með fólk með sérþarfir í huga vera þátt í því að gera tísku lýðræðislegri.   Meira »

Kauphegðunin er stundum aðeins of ýkt

í fyrradag Erna Hrund Hermannsdóttir, vörumerkjastjóri snyrtivöru og fatnaðar hjá Ölgerðinni og förðunarfræðingur, hefur heillandi fatastíl. Hún elskar hönnun Christopher Bailey fyrir Burberry en hún kaupir líka notuð föt ef hún er í þannig stuði. Meira »

Byrjar daginn á útihlaupum

20.10. Lilja Alfreðsdóttir tekur daginn snemma og fer út að hlaupa áður en börnin fara í skólann á morgnana.   Meira »

„Mér að kenna að ég var feit“

19.10. „Ég er mjög meðvituð um líkama minn. Svona mikið þyngdartap hefur tekið sinn toll og nú er ég með sex kíló af lausri húð á maganum sem ég gyrði ofan í nærbuxurnar,“ segir Gemma Glover sem gerði nokkrar tilraunir til þess að grennast. Meira »

Stjörnurnar fengu að kaupa úr línunni

19.10. Kirsten Dunst, Kate Bosworth og Zendaya Coleman voru á meðal gesta í gærkvöld þegar ERDEM x H&M línan var kynnt í Los Angeles. Boðið var upp á tískusýningu í Ebell-salnum sem er heimfrægur. Þessi lína verður fáanleg í Smáralind 2. nóvember hérlendis. Meira »

Tóku út loðfeldi og tónuðu litina niður

í fyrradag Hulda Karlotta Kristjánsdóttir, hönnuður og gæðastjóri hjá ZO•ON, hóf störf hjá fyrirtækinu 2014 en hún útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands. Hún hóf feril sinn hjá Lazytown við gerð búninga og svo færði hún sig yfir til Nikita þar sem hún starfaði í níu ár. Hjá Nikita var hún meira að vinna í götutískunni en tók líka þátt í hönnun á brettafatnaði fyrirtækisins. Meira »

Of stórir skapabarmar – hvað er til ráða?

20.10. Íslensk kona spyr Þórdísi Kjartansdóttur lýtalækni hvað sé til ráða vegna of stórra skapabarma og hvað hún sé lengi að jafna sig. Meira »

Myndaði fullnægingar til að opna umræðuna

19.10. Brasilískur ljósmyndari myndaði 20 konur áður, á meðan og eftir fullnægingu. Kynferðislegur unaður kvenna á ekki að vera tabú. Meira »

Jakkinn sem Katrín elskar

19.10. Katrín á ekki bara einn tvíhnepptan jakka frá Philosophy di Lorenzo Serafini, hún á tvo. Einn rauðan og einn bláan. Af hverju eða kaupa bara eitt stykki ef maður finnur eitthvað sem maður fílar? Meira »