„Píkur eru tabú“

Michèle Degen hönnuður Vulva Versa sem gerir konum kleift að ...
Michèle Degen hönnuður Vulva Versa sem gerir konum kleift að skoða kynfæri sín. Juliette Chrétien

Svissneska listakonan og hönnuðurinn Michèle Degen er einn hinna erlendu gesta sem sækja HönnunarMars heim. Verk Degen eru afar femínísk, en hún hrífst meðal annars af ögrandi viðfangsefnum. 

„Verkin mín eru mjög fjölbreytt, en þau spanna allt frá píkuspeglum til bókar sem fjallar um ósköp venjulega steina. Það sem tengir verkin mín saman er hvernig ég horfi á hlutina, ég skoða þá afar náið og reyni að varpa nýju ljósi á ákveðin viðfangsefni eða efnivið,“ segir Degen og bætir við að hún sæki gjarnan innblástur í hegðun fólks.

Michèle Degen hönnuður.
Michèle Degen hönnuður. Juliette Chrétien

„Ég sæki þó ekki einungis innblástur í fólk, heldur einnig hluti sem við veltum ekki mikið fyrir okkur, eða tökum sem sjálfsögðum. Þá hef ég líka áhuga á að blása nýju lífi í hefðir ákveðinna menningarhópa, eða í hluti sem virðast einskis nýtir. Ég hef áhuga á hlutum sem virðast við fyrstu sýn vera leiðinlegir eða óspennandi. Hefðbundnum viðfangsefnum sem geta þróast yfir í eitthvað stærra þegar þeim er veitt athygli. Það er nefnilega ekki til sá hlutur sem er einskis nýtur. Með því að stjórna athygli áhorfandans má sjá fegurð í flestu, ef ekki öllu,“ segir Degen sem er hrifin af ögrandi viðfangsefnum, eins og sjá má á verkum hennar.

„Ég kann tvímælalaust að meta ögrandi viðfangsefni. Hluti sem eru á mörkum þess að vera samþykktir eða forboðnir. Athygli mín beinist einnig gjarnan að hlutum sem að mati almennings eru hefðbundnir. Það sem knýr mig áfram er spurningin um hvað samfélagið telur venjulegt,“ bætir Degen við.

Juliette Chrétien

Lítið talað um kynfæri kvenna

Verk Degen eru sum hver afar femínísk, en hún hannaði eins og áður sagði spegil sem gerir konum kleift að skoða kynfæri sín. En hvernig kviknaði hugmyndin að verkefninu, sem nefnist Vulva Versa?

„Þegar ég var útskriftarnemi við hönnunarskólann í Eindoven fengum við það verkefni að vinna með kvensjúkdómalæknum. Ég fékk tækifæri til að fylgja læknum eftir við störf þeirra og komst að því að mörgum konum þykir afar óþægilegt að setjast í stólinn hjá þeim og þurfa að glenna í sundur lappirnar. Ég tengi þetta skömm og áttaði mig á því að það er ekki mikið talað um kynfæri kvenna í samfélaginu, jafnvel meðal kvennanna sjálfra. Píkur eru tabú. Ég vildi því hanna grip sem myndi hvetja til umræðu og uppræta tabúið,“ segir Degen og bætir við að viðtökurnar við verkefninu hafi verið jákvæðar, þó stöku karlmaður hafi ekki skilið hvert notagildi speglanna væri.

„Bara það eitt að ræða spegilinn hefur opnað umræðu um kynfæri kvenna. Margir hafa óskað mér til hamingju með verkefnið á meðan aðrir, aðallega karlmenn, sáu þó upphaflega engin not fyrir speglana. Ég er þó spennt fyrir því að taka verkefnið á næsta stig og reyna að gera það aðgengilegt konum um allan heim,“ segir Degen, sem segir fegurðina felast í fjölbreytileikanum.

Umkringd framleiddri fegurð

„Við búum í heimi þar sem breytingar gerast afar ört og hugmyndir um fegurð koma og fara. Við erum umkringd fegurð sem hefur verið framleidd, þar sem jafnvel kynfæri kvenna þurfa að uppfylla ákveðna fegurðarstaðla. Það er mikilvægt að konur viti að fegurð er að finna í fjölbreytileikanum, og þess vegna ættu þær að taka þennan persónulegasta líkamshlut sinn í sátt, eins og hann er. Ég er sannfærð um að það er auðveldara að tala um líkamann ef við þekkjum hann. Að því leyti getur það haft góð áhrif á sjálfstraust kvenna,“ segir Degen, en að hennar mati er list og hönnun gagnlegt tól til að uppræta tabúið sem fylgir kynfærum kvenna.

„Umræða getur sýnt hlutina í nýju ljósi og haft í för með sér aukið samþykki. Líka fyrir píkuna,“ segir Degen að endingu.

Juliette Chrétien
Svona lítur spegillinn út.
Svona lítur spegillinn út. Juliette Chrétien

Bloggað um fréttina

Getum við orðið hamingjusöm?

21:00 Er hægt að lækna afbrýðisama kærasta? Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni, situr fyrir svörum.   Meira »

Andri Snær fagnaði í Tulipop

19:33 Fólk var í sumarskapi þegar ný Tulipop-verslun opnaði á Skólavörðustíg.   Meira »

Björk og Auður á leið í sjónvarp

16:33 Björk Eiðsdóttir og Auður Húnfjörð, sem reka tímaritið MAN, eru á leið í sjónvarp en þær eru að fara að byrja saman með sjónvarpsþátt. Meira »

Átti að deyja en sneri við blaðinu

13:33 Fyrir tveimur árum var Elena Goodall 184 kíló og borðaði nær eingöngu McDonalds og KFC. Nú hefur hún lést um 115 kíló og tekur þátt í járnkarlinum. Meira »

Er þetta sami maðurinn?

10:33 Fjarfestirinn Róbert Wessman hefur gjörbreyst í útliti á átta árum. Árið 2009 var hann með strípað hár og gleraugu, nú er hann með dökkt hár og skegg. Meira »

Kynlífið snýst bara um hann

09:00 „Kynlífið okkar er byrjað að snúast mikið um hans langanir. Mér líður eins og ég sé uppblásin dúkka. Ég vil rómans! Ég vil hrós! Ég vil forleik! Ég vil að hann taki sér tíma! Ég vil að hann kyssi mig í alvöru! Meira »

Nóttin í Elvis-húsi kostar 425 þúsund

Í gær, 23:54 Þeir sem vilja prófa að sofa eins og kóngar geta leigt fyrrum íbúð Elvis Presley. Nóttin kostar 425 þúsund en gestir þurfa að leigja íbúðina út í að minnsta kosti fimm nætur. Meira »

Smáforrit sem fylgist með húðumhirðu

06:00 Til er smáforrit sem að segir þér hvort raka- og hrukkukremin þín rándýru séu í raun að virka eða ekki.   Meira »

Myndir þú leigja þessa fyrir fimm milljónir?

í gær Efst á toppi skýjakljúfs í New York er undursamleg íbúð til leigu sem kostar tæplega fimm milljónir á mánuði.  Meira »

Hártrix sem þú mátt ekki missa af

í gær Jen Atkin sér um hárið á stjörnum eins og Kim Kardahsian og Kendall Jenner. En hún upplýsti nýverið að það eru ekki bara hárlengingar sem láta hár þeirra líta út fyrir að vera þykkari og mikið. Meira »

10 hlutir sem lærast með tímanum

í gær „Mestum hluta ævinnar verjum við í að eltast við fölsk markmið og að tigna falskar fyrirmyndir. Daginn sem við hættum því, má segja að líf okkar hefjist í raun og veru.“ Meira »

Ráðherra gekk í hjónaband í gær

í gær Ráðherrann Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Hjalti Sigvaldason Mogensen gengu í hjónaband í gær í Akraneskirkju.   Meira »

Ein óholl máltíð skemmir ekki árangur

í gær Ef þú ert að vinna hörðum höndum að því að koma þér í form mun einn dagur af óhollustu ekki skemma framfarir þínar samkvæmt heilsubloggaranum Anna Victoria. Meira »

Reyndi að mjólka brjóstin í miðjum klíðum

í fyrradag Fólk tekur upp á ýmsu þegar leikar standa sem hæst. Eitt sinn reyndi gamall starfsmaður á mjólkurbýli að mjólka bólfélaga sinn. Meira »

Lífrænar megrunartöflur vekja athygli

19.8. Ert þú til í að gera hvað sem er til að grennast? Ef svo er skaltu halda áfram að lesa, þessi lestur er nefnilega ekki fyrir viðkvæma. Meira »

Sjaldnast með flatan maga

19.8. Madalin Giorgetta birti mynd af sér sem sýnir að hún er sjaldnast með flatan maga þó svo að hún birti reglulega myndir sem sýni annað. Meira »

100 ára bleikum kofa breytt í nútímahöll

í gær Í litlu hverfi í Los Angeles stendur lítill bleikur kofi sem var byggður fyrir nærri 100 árum. Mexí­kanska arkitektúrsstofan Productora fékk það verkefni í hendurnar að gera kofann upp fyrir núverandi íbúa þess. Meira »

„Appelsínuhúð er skraut líkamans“

19.8. Einkaþjálfarinn Jessi Kneeland hefur unnið hörðum höndum upp á síðkastið að hjálpa konum að sætta sig við líkama sína og fagna þeim. Meira »

Aniston verður kófsveitt af þessari æfingu

19.8. Leikkonan Jennifer Aniston segir frá mjög einföldu hlaupaprógrammi sem hún gerir það er mikið að gera hjá henni og hún hefur minni tíma til að æfa. Meira »

„Krakkar kölluðu mig belju og bauluðu“

19.8. Fyrirsætan Winnie Harlow hvetur fólk til þess að fagna fegurð sinni. Sjálf segist hún ekki mæla fegurð sína eftir skoðunum annara. En Harlow er með skjallblettasjúkdóm. Meira »
Meira píla