„Píkur eru tabú“

Michèle Degen hönnuður Vulva Versa sem gerir konum kleift að ...
Michèle Degen hönnuður Vulva Versa sem gerir konum kleift að skoða kynfæri sín. Juliette Chrétien

Svissneska listakonan og hönnuðurinn Michèle Degen er einn hinna erlendu gesta sem sækja HönnunarMars heim. Verk Degen eru afar femínísk, en hún hrífst meðal annars af ögrandi viðfangsefnum. 

„Verkin mín eru mjög fjölbreytt, en þau spanna allt frá píkuspeglum til bókar sem fjallar um ósköp venjulega steina. Það sem tengir verkin mín saman er hvernig ég horfi á hlutina, ég skoða þá afar náið og reyni að varpa nýju ljósi á ákveðin viðfangsefni eða efnivið,“ segir Degen og bætir við að hún sæki gjarnan innblástur í hegðun fólks.

Michèle Degen hönnuður.
Michèle Degen hönnuður. Juliette Chrétien

„Ég sæki þó ekki einungis innblástur í fólk, heldur einnig hluti sem við veltum ekki mikið fyrir okkur, eða tökum sem sjálfsögðum. Þá hef ég líka áhuga á að blása nýju lífi í hefðir ákveðinna menningarhópa, eða í hluti sem virðast einskis nýtir. Ég hef áhuga á hlutum sem virðast við fyrstu sýn vera leiðinlegir eða óspennandi. Hefðbundnum viðfangsefnum sem geta þróast yfir í eitthvað stærra þegar þeim er veitt athygli. Það er nefnilega ekki til sá hlutur sem er einskis nýtur. Með því að stjórna athygli áhorfandans má sjá fegurð í flestu, ef ekki öllu,“ segir Degen sem er hrifin af ögrandi viðfangsefnum, eins og sjá má á verkum hennar.

„Ég kann tvímælalaust að meta ögrandi viðfangsefni. Hluti sem eru á mörkum þess að vera samþykktir eða forboðnir. Athygli mín beinist einnig gjarnan að hlutum sem að mati almennings eru hefðbundnir. Það sem knýr mig áfram er spurningin um hvað samfélagið telur venjulegt,“ bætir Degen við.

Juliette Chrétien

Lítið talað um kynfæri kvenna

Verk Degen eru sum hver afar femínísk, en hún hannaði eins og áður sagði spegil sem gerir konum kleift að skoða kynfæri sín. En hvernig kviknaði hugmyndin að verkefninu, sem nefnist Vulva Versa?

„Þegar ég var útskriftarnemi við hönnunarskólann í Eindoven fengum við það verkefni að vinna með kvensjúkdómalæknum. Ég fékk tækifæri til að fylgja læknum eftir við störf þeirra og komst að því að mörgum konum þykir afar óþægilegt að setjast í stólinn hjá þeim og þurfa að glenna í sundur lappirnar. Ég tengi þetta skömm og áttaði mig á því að það er ekki mikið talað um kynfæri kvenna í samfélaginu, jafnvel meðal kvennanna sjálfra. Píkur eru tabú. Ég vildi því hanna grip sem myndi hvetja til umræðu og uppræta tabúið,“ segir Degen og bætir við að viðtökurnar við verkefninu hafi verið jákvæðar, þó stöku karlmaður hafi ekki skilið hvert notagildi speglanna væri.

„Bara það eitt að ræða spegilinn hefur opnað umræðu um kynfæri kvenna. Margir hafa óskað mér til hamingju með verkefnið á meðan aðrir, aðallega karlmenn, sáu þó upphaflega engin not fyrir speglana. Ég er þó spennt fyrir því að taka verkefnið á næsta stig og reyna að gera það aðgengilegt konum um allan heim,“ segir Degen, sem segir fegurðina felast í fjölbreytileikanum.

Umkringd framleiddri fegurð

„Við búum í heimi þar sem breytingar gerast afar ört og hugmyndir um fegurð koma og fara. Við erum umkringd fegurð sem hefur verið framleidd, þar sem jafnvel kynfæri kvenna þurfa að uppfylla ákveðna fegurðarstaðla. Það er mikilvægt að konur viti að fegurð er að finna í fjölbreytileikanum, og þess vegna ættu þær að taka þennan persónulegasta líkamshlut sinn í sátt, eins og hann er. Ég er sannfærð um að það er auðveldara að tala um líkamann ef við þekkjum hann. Að því leyti getur það haft góð áhrif á sjálfstraust kvenna,“ segir Degen, en að hennar mati er list og hönnun gagnlegt tól til að uppræta tabúið sem fylgir kynfærum kvenna.

„Umræða getur sýnt hlutina í nýju ljósi og haft í för með sér aukið samþykki. Líka fyrir píkuna,“ segir Degen að endingu.

Juliette Chrétien
Svona lítur spegillinn út.
Svona lítur spegillinn út. Juliette Chrétien

Bloggað um fréttina

Guðni Már skilinn

Í gær, 23:32 Guðni Már Henningsson útvarpsmaður á Rás 2 er skilinn við Mariu Ylfu Lebedeva sem er ljósmyndari. Eiríkur Jónsson greinir frá þessu. Meira »

Stella ofursvöl í Spaksmannsspjörum

Í gær, 21:00 Stella Blómkvist hefur slegið í gegn í Sjónvarpi Símans Premium en hún fer með hlutverk lögfræðings sem blandast inn í æsispennandi mál. Leikkonan Heiða Reed, sem leikið hefur í þáttunum Poldark, leikur Stellu. Meira »

Viltu skarta þínu fegursta um jólin?

Í gær, 18:00 Þegar einn annasamasti tími ársins er á næsta leiti hættir okkur til að gleyma gleðinni í amstri dagsins. Auk daglegra verka eru flest okkar í óðaönn að skipuleggja hátíðina, skreyta húsið að utan og innan, undirbúa að pakkarnir verði á sínum stað. Meira »

Fimm merki um að rassinn sé of aumur

Í gær, 15:00 Það er ekki nóg að gera bara magaæfingar þar sem það skiptir líka máli að hafa sterka rassvöðva. Þú færð ekki bara kúlurass af því að gera rassæfingar heldur getur líkamsstaðan líka batnað. Meira »

Eftirlætismaskari Lilju Ingva

Í gær, 12:00 Lilja Ingvadóttir einkaþjálfari er mikil áhugamanneskja um snyrtivörur en hún segist gjarnan verða eins og krakki í nammibúð þegar hún kíkir í snyrtivöruverslanir. Við fengum að kíkja í snyrtibuddu Lilju og forvitnast um eftirlætis maskarann. Meira »

Nýtt útlit fyrir 6.000 kr.

Í gær, 09:00 Eftir langt tímabil hvítra veggja eru litaðir veggir að verða móðins á ný. Fyrir um fimm árum fór að bera á gráum tónum og að heilu íbúðirnar væru málaðar í sama lit, bæði veggir og loft. Síðan tók blái liturinn við en nú er grænn að verða vinsælli. Meira »

Líkamstjáning sem margborgar sig

í fyrradag Til þess að koma vel fyrir getur ekki bara borgað sig að halda augnsambandi og heilsa fólki af öryggi þar sem það er líka ráðlagt að spegla hreyfingar fólks, þó ekki á kjánalegan hátt. Meira »

Christian Louboutin hannaði Stjörnustríðsskó

Í gær, 06:00 Skóhönnuðurinn Christian Louboutin hannaði fjögur skópör í tilefni af frumsýningu Star Wars: The Last Jedi. Skórnir eru hannaðir út frá fjórum kvenpersónum en bera um leið helsta einkenni Louboutin, rauða sólann. Meira »

Með ilmkerti á ólíklegustu stöðum

í fyrradag Steinunn Jónasdóttir segir að ilmkerti hafi miklu meiri áhrif en fólk geri sér grein fyrir. Þegar hún hannar sín ilmkerti brjótast fram gamlar minningar. Meira »

Rassaæfing Adriönu Lima

í fyrradag Adriana Lima sýndi það á tískusýningu Victoria's Secret að hún gleymdi ekki að æfa rassvöðvana. Hér er rassæfing sem Lima gerði þegar hún bjó sig undir tískusýninguna. Meira »

Andlitsmeðferðir og jólastemning

í fyrradag Það var stemning á Guinot MC snyrtistofunni á Grensásvegi þegar jólagleði fyrir viðskiptavini var haldin. Á jólagleðinni var ný andlitsmeðferð sýnd en hún heitir Hydra Peeling og vinnur að endurnýjun húðarinnar. Boðið var upp á sanna jólastemningu og léttar veitingar. Meira »

10 flottustu kinnbeinin að sögn lýtalæknis

í fyrradag Kinnbein leikkonunnar Keira Knightley bera af ef eitthvað er að marka lýtalækni. Breskur lýtalæknir fór yfir beiðnir frá sjúklingum sínum og setti saman lista yfir tíu konur með flott kinnbein. Meira »

10 bestu maskararnir

í fyrradag Alltaf erum við í leit að hinum fullkomna maskara en það er vissulega persónubundið hvað hentar hverjum og einum. Nokkrir maskarar þykja þó skara fram úr og njóta alltaf mikilla vinsælda. Meira »

Kynlífsráð frá gömlum hjónum

8.12. Hjón sem hafa verið gift í 20, 30 eða jafnvel 40 ár fara yfir hvað þarf til þess að halda kynlífinu góðu í löngu og fullnægjandi hjónabandi. Meira »

Þetta er eitt vinsælasta bætiefnið

8.12. „Tímaritið NEW HOPE birti nýlega upplýsingar um að Q10 (CoQ10/ubuiquinol) væri meðal vinsælustu bætiefna, sem ætluð eru til að styrkja hvatbera (orkuframleiðsluhluta) frumna okkar. Fjöldi þeirra Bandaríkjamanna sem taka inn Q-10 fór úr 2 milljónum árið 2000 og upp í 24 milljónir árið 2016.“ Meira »

Fullkomin leið til að slétta hárið

8.12. Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslumeistari og eigandi heildsölunnar bPro slétti hárið á Móeiði Svölu Magnúsdóttur. Áður en hafist var handa var hárið á henni þvegið upp úr Dimond Dust sjampóinu frá label.m en það gefur hárinu góðan raka og færir því aukinn glans. Áður en hárið var sléttað þurfti að blása það og áður en það var blásið setti Baldur Volume Mousse frá label.m í hárið til að fá loft í rótina. Meira »

Þægilegustu jólafötin!

í fyrradag Um helgina kynna félagasamtökin Tau frá Tógó nýja hönnun eftir Helgu Björnsson fatahönnuð, blússu sem er saumuð á heimili fyrir munaðarlaus börn í Afríkuríkinu Tógó. Ljósmyndarinn Benni Valsson, sem hefur myndað helstu stjörnur heims eins og Bruce Willis, Leonardo diCaprio, Naomi Watts og Audrey Tautou, myndaði átta íslenskar listakonur í blússunni. Meira »

Í 70 þúsund króna kápu

8.12. Katrín hertogaynja tók Meghan Markle sér til fyrirmyndar og skellti sér í síða vetrarkápu. Kápan hélt hita á Katrínu enda bara í stuttum kjól og svörtum nælonsokkabuxum innan undir. Meira »

Selur í fallegustu barnavöruverslun í heimi

8.12. „Level Kids er miklu meira en verslunarmiðstöð, öll hönnun og afþreying eru eins og í draumaheimi. Þar eru til dæmis gylltir gírafar og fílar í fullri stærð og á hverjum degi er eitthvað spennandi í gangi. Um daginn var hægt að baka með Dior. Það er meira að segja Spa fyrir börn,“ segir Helga. Meira »

Nespresso-teiti í Kringlunni

8.12. Það var glatt á hjalla í Kringlunni í gær þegar Nespresso opnaði verslun sína formlega. Vinum og velunnurum var boðið að þiggja kaffi og girnilega kaffirétti. Meira »