Giftu sig óvænt í góðra vina hópi

Kristinn R. Ólafsson og Anna Baldvina Jóhannsdóttir gengu í hjónaband ...
Kristinn R. Ólafsson og Anna Baldvina Jóhannsdóttir gengu í hjónaband um helgina. Ljósmynd/Berglind Njálsdóttir

Kristinn R. Ólafsson, útvarpsmaður, þýðandi, leiðsögumaður o.fl. og Anna Baldvina Jóhannsdóttir, launafulltrú hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, gengu óvænt í hjónaband um helgina. Þau buðu vinum og fjölskyldu til garðveislu og sumargleði á heimili sitt í Kópavogi en létu svo pússa sig óvænt saman. Séra Einar Eyjólfsson, sem er prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, gaf hjónin saman. 

„Við erum búin að vera saman í fjögur og hálft ár og okkur langaði bara til að gifta okkur. Þetta var ekki gert út af neinum praktískum ástæðum,“ segir Kristinn. 

Þau buðu til garðveislu og höfðu brúðkaupið sem „óvæntu kvöldsins“ eins og nýyrðasmiðurinn Kristinn R. kallaði það í boðskortinu til gesta. Þau slógu upp tveimur stórtjöldum í garðinum hjá sér og báðu um gott veður. Yfirleitt verða um 25% afföll þegar gestum er boðið í partí en svo var ekki í þessu tilfelli og fögnuðu 90 manns með þeim Kristni og Önnu. 

„Þetta var afskaplega gaman. Þjóðlagasveitin Hrafnar spilaði nokkur lög. Ég átti hönk upp í bakið á þeim, eða þannig, því að ég hef samið nokkra texta fyrir þá. Og þeir svo elskulegir að mæta og koma fjörinu af stað,“ segir hann. 

Þegar ég spyr hann hvar hann hafi hnotið um ástina segir hann að leiðir þeirra Önnu hafi legið saman úti á lífinu. 

„Við kynntumst úti á lífinu og eins og annað fólk og gengum tvö yfir Tjörnina ísilagða daginn eftir og síðan hefur þetta verið farsæl vegferð,“ segir hann og brosir. 

Samtals eiga Kristinn R. og Anna sjö barnabörn en hann á eina dóttur fyrir og hún tvö börn en Anna tvö börn, Friðrik Þór og Selmu Dögg og fimm barnabörn. Það var því glatt á hjalla þegar þau voru formlega gefin saman. Alda Ólafsson Álvarez, dóttir Kristins R., kom sérstaklega til Íslands en hún er búsett í Madríd á Spáni ásamt manni sínum og börnum. 

„Frændur mínir úr Bæjaraættinni sungu síðan og spiluðu fram eftir: þeir Ólafur Ástgeirsson, sonur Ása í Bæ, Jóhann Pálmason og Kári Gunnlaugsson stigu á vörubrettasvið og hófu gítarleik og söng sem ég tók þátt í eftir bestu getu með söng og klapplist en ég er fóðurbróðir hins fyrstnefnda en afabróðir hinna tveggja. Allt miklir stuðboltar og alvanir tjaldsöngvarar á Þjóðhátíð.  Þetta heppnaðist vel í alla staði,“ segir Kristinn R. 

Ljósmynd/Berglind Njálsdóttir
Ljósmynd/Berglind Njálsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Dásamleg frumsýning

09:03 Stykkið Óvinur fólksins var frumsýnt á föstudaginn á stóra sviði Þjóðleikhússins. Margmenni var á frumsýningunni en verkið er eitt frægasta leikverk Henriks Ibsens í nýrri leikgerð. Una Þorleifsdóttir leikstýrir verkinu. Meira »

Next með „stórar stærðir“ í barnadeildinni

06:00 Það er ekki óalgengt að fataverslanir fyrir fullorðna bjóði upp á stærri stærðir, það er hins vegar ekki jafnalgengt að barnafatadeildir bjóði upp á stórar stærðir. Meira »

Lærðu að þekkja dulnefni sykurs

Í gær, 23:59 „Í tilefni af átakinu Sykurlaus september, datt mér í hug að skrifa smá um sykur og þau ótal dulnefni sem hann er falinn undir. Auðvitað hafa margar greinar verið skrifaðar um sykur og áhrif hans á líkama okkar, svo og um það hversu háan sykurstuðul tiltekin sætuefni hafa.“ Meira »

Heiðrún og Hjörvar eiga von á barni

Í gær, 21:00 Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Hjörvar Hafliðason eiga von á barni. Hún er komi 20 vikur á leið. Parið tilkynnti um óléttuna á Instragram. Meira »

Ertu að koma í veg fyrir svitalyktina rétt?

Í gær, 18:00 Það er fastur liður hjá mörgum að setja á sig svitalyktareyði áður en farið er út úr húsi á morgnana. Það er tóm vitleysa ef notaður er svitalyktareyðir sem vinnur að því að koma í veg fyrir svita. Meira »

Nauðsynlegt að vera með mottur á gólfum

Í gær, 15:00 Mottur hafa gengið í endurnýjun lífdaga síðustu árin. Nú þykir fólk ekki vera með á nótunum ef það er ekki með mottur í stofunni, eldhúsinu eða jafnvel á baðherberginu. Meira »

Æfir sex daga vikunnar

í gær Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og fitness-drottning, segir að það skipti hana miklu máli að vera í góðu formi. Hún æfir sex daga vikunnar og gætir þess vel að hafa aldrei nammidaga marga daga í röð. Meira »

Með fjársjóð af mögnuðum fæðingarsögum

Í gær, 12:00 Auður Bjarnadóttir hefur kennt meðgöngujóga í heil 17 ár, en sjálf kynntist hún því þegar hún gekk með yngsta son sinn. Auður hafði þá nýlokið jógakennaranámi og var búsett í Bandaríkjunum. Meira »

Kokkur Miröndu Kerr segir frá

í gær Þó svo að Miranda Kerra reyni að halda sig í hollustunni finnst henni gott að fá sér súkkulaðiköku af og til.   Meira »

Börn fá gáfurnar frá mæðrum sínum

í fyrradag Konur sem vilja eignast gáfuð börn þurfa ekki endilega að bíða eftir skarpasta hnífnum í skúffunni.   Meira »

Erfitt að vera í opnu sambandi

í fyrradag „Maki minn hefur fengið aukinn áhuga á fjölkvæni og mér finnst það spennandi. Þegar hún stundar kynlíf með einhverjum öðrum finnst mér það oft mjög sérstakt og ástríkt þegar við erum saman aftur.“ Meira »

Heldur fram hjá með mismunandi mönnum

í fyrradag „Í fimm ár höfum við ekki bara sofið hvort í sínu rúminu heldur höfum við verið með hvort sitt herbergið. Þetta var mitt val, ég er hætt að laðast að honum kynferðislega.“ Meira »

Þetta ættirðu ekki að kaupa segja hönnuðir

í fyrradag Þú ættir ef til vill að hugsa þig tvisvar um áður en þú kaupir sérhönnuð barnahúsgögn eða heilt sófasett.   Meira »

Svakalegt skvísuteiti hjá Thelmu

23.9. Thelma Dögg Guðmundsen opnaði vefinn gudmundsen.is í vikunni. Það varð ekki þverfótað fyrir skvísum í boðinu eins og sést á myndunum. Meira »

Þetta er meðallengd kynlífs

22.9. Það er ekki endilega þannig að allir aðrir stundi lengra og meira kynlíf en þú. Segja má að flestir stundi kynlíf í frekar stuttan tíma. Meira »

Náttúruleg efni fá að njóta sín

22.9. Hér gefur að líta einstaklega fallegt hús þar sem náttúruleg efni fá að njóta sín og kallast skemmtilega á við litrík húsgögn. Meira »

Borðaði af sér 50 kíló

í fyrradag „Heilsan var orðin svo slæm að ég var orðin öryrki. Ég var komin á botninn heilsufarslega séð og hafði engu að tapa.“  Meira »

Þreytt börn sýna allt önnur einkenni

23.9. Sálfræðingurinn Erla Björnsdóttir er sérfróð um svefnvandamál, en í ár gaf hún út fræðsluritið Svefn. Að auki er Erla fjögurra barna móðir og hefur því einu sinni eða tvisvar þurft að eiga við börn sem vilja alls ekki fara í bólið. Meira »

Þegar milljarðamæringur giftir sig

22.9. Þegar einstaklingur sem hugsar um að hafa myndir fullkomnar giftist syni rússnesks milljarðamærings enda skreytingarnar með ósköpum. Meira »

„Ég var alveg í ruglinu“

22.9. Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson stýrir þættinum Turninn á K100. Í þættinum opnaði hann sig upp á gátt en hann hefur barist við kvíða um langt skeið. Í þessu hljóðbroti segir Ólafur Darri frá því hvernig hann náði tökum á kvíðanum. Meira »