Giftu sig óvænt í góðra vina hópi

Kristinn R. Ólafsson og Anna Baldvina Jóhannsdóttir gengu í hjónaband ...
Kristinn R. Ólafsson og Anna Baldvina Jóhannsdóttir gengu í hjónaband um helgina. Ljósmynd/Berglind Njálsdóttir

Kristinn R. Ólafsson, útvarpsmaður, þýðandi, leiðsögumaður o.fl. og Anna Baldvina Jóhannsdóttir, launafulltrú hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, gengu óvænt í hjónaband um helgina. Þau buðu vinum og fjölskyldu til garðveislu og sumargleði á heimili sitt í Kópavogi en létu svo pússa sig óvænt saman. Séra Einar Eyjólfsson, sem er prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, gaf hjónin saman. 

„Við erum búin að vera saman í fjögur og hálft ár og okkur langaði bara til að gifta okkur. Þetta var ekki gert út af neinum praktískum ástæðum,“ segir Kristinn. 

Þau buðu til garðveislu og höfðu brúðkaupið sem „óvæntu kvöldsins“ eins og nýyrðasmiðurinn Kristinn R. kallaði það í boðskortinu til gesta. Þau slógu upp tveimur stórtjöldum í garðinum hjá sér og báðu um gott veður. Yfirleitt verða um 25% afföll þegar gestum er boðið í partí en svo var ekki í þessu tilfelli og fögnuðu 90 manns með þeim Kristni og Önnu. 

„Þetta var afskaplega gaman. Þjóðlagasveitin Hrafnar spilaði nokkur lög. Ég átti hönk upp í bakið á þeim, eða þannig, því að ég hef samið nokkra texta fyrir þá. Og þeir svo elskulegir að mæta og koma fjörinu af stað,“ segir hann. 

Þegar ég spyr hann hvar hann hafi hnotið um ástina segir hann að leiðir þeirra Önnu hafi legið saman úti á lífinu. 

„Við kynntumst úti á lífinu og eins og annað fólk og gengum tvö yfir Tjörnina ísilagða daginn eftir og síðan hefur þetta verið farsæl vegferð,“ segir hann og brosir. 

Samtals eiga Kristinn R. og Anna sjö barnabörn en hann á eina dóttur fyrir og hún tvö börn en Anna tvö börn, Friðrik Þór og Selmu Dögg og fimm barnabörn. Það var því glatt á hjalla þegar þau voru formlega gefin saman. Alda Ólafsson Álvarez, dóttir Kristins R., kom sérstaklega til Íslands en hún er búsett í Madríd á Spáni ásamt manni sínum og börnum. 

„Frændur mínir úr Bæjaraættinni sungu síðan og spiluðu fram eftir: þeir Ólafur Ástgeirsson, sonur Ása í Bæ, Jóhann Pálmason og Kári Gunnlaugsson stigu á vörubrettasvið og hófu gítarleik og söng sem ég tók þátt í eftir bestu getu með söng og klapplist en ég er fóðurbróðir hins fyrstnefnda en afabróðir hinna tveggja. Allt miklir stuðboltar og alvanir tjaldsöngvarar á Þjóðhátíð.  Þetta heppnaðist vel í alla staði,“ segir Kristinn R. 

Ljósmynd/Berglind Njálsdóttir
Ljósmynd/Berglind Njálsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Sjáið hús frægasta rappara heims

Í gær, 23:59 Hús rapparans sáluga, Tupac, er nú til sölu í Los Angeles fyrir tæplega 300 milljónir íslenskra króna.  Meira »

Fær 330 þúsund frá sykurmömmu

Í gær, 21:00 27 ára karlmaður segir frá því hvernig það er að eiga eitt stykki sykurmömmu.   Meira »

Hamingjusamt fólk á þetta sameiginlegt

Í gær, 18:00 Fólk sem er hamingjusamt kýs frekar að eiga frítíma í stað þess að eiga mikinn pening. En það er markmið flestra í lífinu að verða hamingjusamir. Meira »

300 milljóna króna partýhús

Í gær, 15:00 Húsið var byggt árið 1957 og hefur lítið breyst síðan.  Meira »

Léttari og styttri línur áberandi í sumar

Í gær, 12:00 Hárgreiðslumeistarinn Sigrún Davíðsdóttir, sem starfar á hárgreiðslustofunni Senter, er svo sannarlega með puttann á púlsinum þegar kemur að hártískunni. Meira »

Vinsælustu snapparar landsins

Í gær, 09:00 Snapparar eru einstaklingar sem að eru með opinn Snapchat-aðgang og gefa fylgjendum sínum innsýn í sitt daglega líf.   Meira »

Svona slakar þú almennilega á í fríinu

í fyrradag Hvernig þú upplifir ferðalagið getur skipt sköpun í andlegri vellíðan.  Meira »

Líta betur út þyngri en léttari

Í gær, 06:00 Tölurnar á vigtinni eru ekki það sem skiptir mestu máli. Heilbrigður og flottur líkami er ekki endilega léttur líkami. Konur hafa verið duglegar að birta myndir af sér þar sem þær líta betur út þyngri en léttari. Meira »

Kærastinn á erfitt með að fá fullnægingu

í fyrradag „Þegar við erum saman í rúminu hefur hann enga sérstaka löngun í venjulegar samfarir. Besta leiðin fyrir hann virðist vera að fróa sér sjálfur. Þannig eru meiri líkur á fullnægingu hjá honum og sáðláti.“ Meira »

Sex merki sem gáfaðir bera með sér

í fyrradag Það er fleira en bara hátt skor á greindavísitöluprófi sem gefur til kynna hvort fólk sé gáfað eða ekki.   Meira »

Margrét Lára selur íbúðina

í fyrradag Knattspyrnukonan Margrét Lára Viðarsdóttir og sjúkraþjálfarinn Einar Örn Guðmundsson hafa sett fallega útsýnisíbúð sína í Selásnum á sölu. Meira »

Sköllóttir og sexý

í fyrradag Það eru fjölmargir glæsilegir íslenskir karlmenn sem bera skallann með mikilli reisn. Það er því ekkert óttast þótt hárið sé byrjað að þynnast. Meira »

Karlotta prinsessa í notuðum skóm

í fyrradag Rauðu skórnir sem Karlotta prinsessa klæddist í Póllandi í vikunni voru áður í eigu frænda hennar, Harry Bretapins.   Meira »

Bestu stellingarnar þegar þú ert stressuð

20.7. Ef konur eru stressaðar getur það komið í veg fyrir að þær fái fullnægingu. Það er því um að gera að reyna stunda kynlíf í stellingum sem eru góðar fyrir stressið. Enda hjálpar fullnæging í stressinu. Meira »

Hlaupa með hjólastóla

20.7. Slökkviliðsmenn ætla að gefa einstaklingum sem ekki geta hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu tækifæri til að fara 10 kílómetra með því að hlaupa með þá í hjólastól. Þetta er í ellefta skipti sem slökkviliðsmennirnir taka upp á þessu. Meira »

Beislin upphaflega hugsuð fyrir djarfar týpur

20.7. Hildur Sumarliðadóttir útskrifaðist úr fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2013, en hún býr nú í Danmörku þar sem hún starfar sem hárgreiðslukona auk þess sem hún hannar leðurbeisli og aðra fylgihluti undir merkjum Dark Mood. Meira »

Maður með gervifót kosinn Herra England

í fyrradag Jack Eyers, Herra England, er 28 ára gamall, fyrirsæta og líkamsræktarþjálfari. Þetta er í fyrsta skipti sem maður sem hefur misst útlim vinnur keppnina. Meira »

Smart tekk-íbúð í Laugardalnum

20.7. Lítil og sæt íbúð við Kirkjuteig í Reykjavík er komin á sölu. Tekk-húsgögn sóma sér einstaklega vel í íbúðinni í bland við persónulega muni. Meira »

Gucci með líflega húsgagnalínu

20.7. Húsgögnin eru litrík með blóma- og dýramunstrum.   Meira »

Innlit í loft-íbúð í Kópavogi

20.7. Í sjarmerandi íbúð í Kópavoginum, sem áður var vélsmiðja, búa listamennirnir Bjarni Sigurbjörnsson og Ragnheiður Guðmundsdóttir. Meira »