Halda upp á 40 ára brúðkaupsafmæli

Benedikt Jóhannesson og Vigdís Jónsdóttir á brúðkaupsdaginn sinn fyrir 40 …
Benedikt Jóhannesson og Vigdís Jónsdóttir á brúðkaupsdaginn sinn fyrir 40 árum eða 16. júní 1977.

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, er búinn að vera kvæntur Vigdísi Jónsdóttur í 40 ár upp á dag í dag. Hann segir að galdurinn á bak við gott hjónaband sé ekki flókinn, ekki þannig séð. Hans ráð er einfalt: 

„Að gifta sig snemma og halda svo saman eftir það.“

Hvað er það við konuna þína sem þú féllst fyrir á sínum tíma?

„Sama og enn þann dag í dag. Hvað Vigdís er skemmtileg og sæt.“

Hvers vegna skiptir máli að vera í góðu hjónabandi?

„Gott hjónaband tryggir að stór hluti lífsins er góður. Og þá er maður eflaust líka glaðari almennt svo allt lífið verður betra, bæði fyrir mann sjálfan og þá sem eru í kringum mann.

Annars hef ég ekkert vit á þessu, því ég hef aldrei verið í öðruvísi hjónabandi. Einu sinni lentum við í könnun þar sem spurt var mörg hundruð spurninga um hjónabandið. Ég spurði könnuðinn hvort það væri ekki leiðinlegt að heyra fjölda fólks tala um hvað hjónabandið væri stórkostlegt. Hún svaraði: „Nei, þið eruð undantekning, sumir eru á barmi þess að skilja eftir að við erum búin að fara í gegnum spurningalistann.“

Eigið þið hjónin sameiginleg áhugamál?

„Já mörg. Við vorum í sömu skólum frá 15 ára aldri og milli æskuheimila okkar var ekki nema 12 mínútna gangur (þetta skipti máli þegar maður var bíllaus). Við eigum því margar sameiginlegar minningar, jafnvel frá því áður en við urðum par. Það er líka skemmtilegt.“

Hvað gerir þig hamingjusaman í hjónabandinu?

„Við Vigdís erum líka góðir vinir eins og í gamla daga og getum strítt hvort öðru. Svo eru börnin og barnabörnin öll lík Vigdísi. Einhverja takta hafa þau frá mér líka, en ég er samt bara nokkuð ánægður með þau.“

Vigdís Jónsdóttir og Benedikt Jóhannesson.
Vigdís Jónsdóttir og Benedikt Jóhannesson. mbl.is/Stella Andrea
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál