Í þuluklefanum þegar vindmyllan brann

Ellý Ármannsdóttir og Steingrímur Erlingsson.
Ellý Ármannsdóttir og Steingrímur Erlingsson.

Ellý Ármannsdóttir var stödd í þuluklefanum hjá Nova þegar vindmyllan í Þykkvabænum brann en fyrirtækið Biokraft er í eigu kærasta hennar, Steingríms Erlingssonar. 

Forsaga málsins er sú að auglýsingastofan Brandenburg hafði samband við Ellý til þess að kynna dagskrána á Nova-snappinu í dag. Auglýsingastofan skrifaði dagskrána, útbjó þuluklefa og Ellý var klár í slaginn. Hún hætti sem þula hjá RÚV fyrir tíu árum en hefur engu gleymt. 

„Ég gat ekki sagt nei því ég hef engu gleymt. Áður en upptökur hófust slökkti ég á símanum mínum og þegar ég kveikti aftur var ég með endalaust af ósvöruðum símtölum og smáskilaboðum. Kærastinn bað mig um að hringja strax,“ segir Ellý og bætir við: 

„Þegar ég hringi í hann til baka segir hann mér að vindmyllan sé alelda. Við erum á leið austur núna og sem betur fer hlaut enginn skaða af,“ segir hún. 

Þegar Ellý er spurð að því hvað hafi gerst í Þykkvabænum og hvers vegna eldur hafi kviknað í vindmyllunni segist hún ekki vita það. 

„Þetta eru hræðilegar fréttir. Við vitum ekki hvað gerðist, en sem betur fer slasaðist enginn og það var aldrei nein hætta á ferðum,“ segir hún en vindmyllurnar tvær sem eru í eigu Biokraft geta framleitt rafmagn fyrir 1.000 einbýlishús á ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál