Unnustan fann nafnspjald hjákonunnar

Hefur þú einhvern tímann lent í vandræðalegum aðstæðum sem þú hefur reynt að klóra þig út úr eða þekkir þú einhvern sem hefur einhvern tímann gert eitthvað sem viðkomandi hefði ekki átt að gera? Ef svo er þá megið þið gjarnan senda söguna á smartland@mbl.is og verður nafnleyndar gætt. Í staðinn gætir þú unnið miða á myndina, Stóri dagurinn, sem fjallar einmitt um vandræðagang sem auðveldlega hefði verið hægt að komast hjá ef allir hefðu verið heiðarlegir. Sagt satt og rétt frá en það gefði Mathias ekki. 

Kvikmyndin Stóri dagurinn, í leikstjórn Reem Kherici, er mögnuð frönsk grínmynd um óvenjulegan ástarþríhyrning. Með aðalhlutverk fara Nicolas Duvauchelle, Julia Piaton og Reem Kherici. 

Stóri dagurinn fjallar um Mathias sem neyðist til að skipuleggja brúðkaupið með unnustunni og líka hjákonunni! Hjákonan starfar nefnilega sem brúðkaupsskipuleggjandi. Forsaga málsins er sú að hann svaf hjá brúðkaupsskipugeggjaranum og hún laumaði nafnspjaldi sínu í jakkann hans með von um áframhaldandi samband. 

Unnustur eru oft og tíðum með betra þefskyn en leitarhundar og þær finna líka hluti á sér. Því leið ekki langur tími þangað til hún fann nafnspjaldið í jakkavasanum hans. Þegar hún spurði hann hvort hann hafi verið henni ótrúr þverneitaði hann (eins og flest karldýr gera þegar að þeim er sótt). Auðvitað var hann með svör á reiðum höndum og sagði unnustunni að hann hefði hitt hana til að fá ráð varðandi brúðkaup þeirra. Unnustan varð auðvitað himinlifandi en líka mjög hissa. Það sem gerist í framhaldinu kemur svo í ljós í myndinni sjálfri. 

Með aðalhlutverk fara Nicolas Duvauchelle, Julia Piaton og Reem Kherici. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál