Arnar fór á skeljarnar á miðnætti

Arnar Freyr Bóasson og Alexandra Sif Nikulásdóttir eru trúlofuð.
Arnar Freyr Bóasson og Alexandra Sif Nikulásdóttir eru trúlofuð. Samsett mynd

Förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn Alexandra Sif Nikulásdóttir, oftast kölluð Ale eða Ale Sif, og Arnar Freyr Bóasson eru trúlofuð. 

Alexandra og Arnar Freyr hafa verið saman í tæp átta ár og eiga saman eina dóttur, Nathaliu Rafneyju, sem kom í heiminn árið 2020. 

Í gær, mánudag, greindi Alexandra frá trúlofuninni á Instagram með fallegu myndbandi af augnablikinu þegar Arnar fór á skeljarnar á miðnætti. 

„Horfið á allt videoið til þess að sjá hvað gerðist þegar ég var að fara kyssa Arnar og óska honum gleðilegs nýs árs eftir að við sprengdum upp Gleði bombuna okkar á miðnætti. Eina litla áramótahefðin okkar Arnars er að sprengja bombu sem heitir Gleði á miðnætti. Hefð sem byrjaði áramótin 2015/2016 þegar vinkona mín gaf mér þannig bombu og sagði mér að sprengja upp á miðnætti til þess að eiga hamingjuríkt ár.

Árið 2016 varð svo sannarlega hamingjuríkt þar sem að ég kynntist Arnari þremur mánuðum seinna. Er enn á bleiku skýi og hálf orðlaus eftir þetta fallega moment. Must að horfa með hljóði, Ísa að taka upp video en engin vissi nema mamma Arnars,“ skrifaði Alexandra við myndbandið. 

Fallegt móment í milljónasta veldi

Alexandra deildi því einnig með fylgjendum sínum að fyrir sjö árum síðan hafi þau Arnar farið í göngutúr á nýársdag, þá búin að vera saman í hálft ár, þar sem þau sögðu að þau elskuðu hvort annað í fyrsta sinn. 

„Var svo fallegt móment og upplifði það í svona milljónasta veldi í gær. Er ekki enn búin að ná mér,“ bætti hún við. 

Þá deildi Alexandra einnig mynd af trúlofunarhringnum sem er eftir gullsmiðinn Lovísu Halldórsdóttur.

Smartland óskar þeim innilega til hamingju með ástina!

Alexandra sagði frá fallegu mómenti sem parið átti á nýársdag …
Alexandra sagði frá fallegu mómenti sem parið átti á nýársdag fyrir sjö árum síðan. Skjáskot/Instagram
Alexandra deildi einnig mynd af trúlofunarhringnum.
Alexandra deildi einnig mynd af trúlofunarhringnum. Skjáskot/Instagram
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál