Stíliseraði fyrir Vogue

Þetta er myndin sem endaði i ítalska Vogue.
Þetta er myndin sem endaði i ítalska Vogue. Ljósmynd/Kári Sverrisson

Tískubloggarinn Sara Hlín Hilmarsdóttir fékk það verkefni að stílisera tískuþátt fyrir ítalska Vogue. Kári Sverrisson tók myndirnar og Margrét Sæmundsdóttir sá um hár og förðun. Sara Hlín segir að þetta sé mjög gott tækifæri en hún bloggar á síðunni style-party.blogspot.com. Út á bloggsíðu sína hefur hún fengið fjölmörg verkefni erlendis.

„Kári hafði samband við mig og bauð mér að vera með í þessu verkefni. Við tókum tvo myndaþætti og það birtist ein mynd úr öðrum þættinum á vef ítalska Vogue. Kári var með fyrirfram hugmyndir um hvernig myndaþættirnir ættu að vera og svo útfærðum við þetta í sameiningu. Við vildum hafa myndaþáttinn svolítið dökkan og blanda „high-fashion“ inn í hann. Við notuðum vintage-föt og erum mjög sátt við útkomuna,“ segir Sara Hlín.

Sara Hlín var að klára fyrsta árið í sálfræði við Háskólann á Akureyri en með náminu hefur hún fengið mörg verkefni út á tískubloggið.

„Ég ætla mér stóra hluti, það gengur mjög vel hjá mér og hef fengið flott tækifæri út á þetta. Í fyrra hafði breskt fyrirtæki hafði samband við mig og bað mig um að vera ljósmyndari fyrir sig. Verkefnið fólst í því að fara niður í miðbæ Reykjavíkur með myndavél og taka myndir af götutískunni. Auk þess hef ég verið í sambandi við tvær erlendar netverslanir og tekið myndir fyrir þær,“ segir Sara Hlín. HÉR er myndin sem rataði á vef ítalska Vogue. 

Þessi mynd er úr sama myndaþætti.
Þessi mynd er úr sama myndaþætti. Ljósmynd/Kári Sverrisson
Sara Hlín Hilmarsdóttir tískubloggari.
Sara Hlín Hilmarsdóttir tískubloggari. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Breytir þegar maðurinn er ekki heima

09:00 Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, á undursamlega fallegt heimili í Kópavogi þar sem speglar og annað fínerí fær að njóta sín. Meira »

Morgunmatur á dag veldur þyngdartapi

06:00 Ef þig langar að losa þig við aukakílóin er lykillinn fólginn í því hversu stórar máltíðir þú borðar og hvenær þú borðar þær samkvæmt nýjustu rannsóknum. Meira »

Fyrrverandi kærastinn eftirsóttari

Í gær, 23:59 „Út á við er ég alltaf róleg, jafnvel þegar ég sé hann í sleik við einhverjar aðrar stelpur beint fyrir framan nefið á mér. En inni í mér er ég öskureið.“ Meira »

Arna Ýr aftur í fegurðarsamkeppni

Í gær, 21:00 Eftir að athugasemdir um holdafar hennar í Miss Grand International sátu í henni í nokkra mánuði hefur Arna Ýr ákveðið að taka aftur þátt í fegurðarsamkeppni í ár. Meira »

Ávanar nískra milljarðamæringa

Í gær, 18:00 Bill Gates lætur sér nægja að ganga með úr sem kostaði þúsundkall og Mark Zuckerberg keyrir um á þriggja milljóna króna Golf. Nægjusemin getur gert þig ríkan. Meira »

„Seinnipart dags breytist ég í sukkara“

Í gær, 15:00 Edda Björgvins hefur verið dugleg að stunda jóga upp á síðkastið sem hún segir það besta sem hún hefur gert fyrir sjálfa sig. Meira »

Öpp sem að halda þér í formi

í gær Nú til dags getur snjallsíminn hjálpað þér með nánast allt.  Meira »

Breska konungsfjölskyldan alltaf í stíl

Í gær, 12:00 Glöggir hafa tekið eftir því að breska konungsfjölskyldan hefur klæðst svipuðum litasamsetningum í opinberum heimsóknum sínum upp á síðkastið. Meira »

Sérviskumataræði stjarnanna er slæmt

í gær Stjörnurnar er þekktar fyrir að fara öfgakenndar leiðir til þess að grennast. Næringarfræðingar segja aðferðir þeirra misgóðar. Meira »

Svona eru venjur orkumikils fólks

í fyrradag Samkvæmt rannsóknum eru fáir í heiminum sem vakna hressir og kátir á morgnana eftir góðan svefn. Flestir ganga í gegnum lífið þreyttir og lifa á kaffi og minningunni um að leggjast í hlýtt rúmið í lok dags. Meira »

Svona heldur J-Lo sér í formi

í fyrradag Þrotlausar æfingar og stíft mataræði er galdurinn á bak við útlit leik- og söngkonunnar Jennifer Lopez en hún segir það vera vinnu að halda sér í formi. Meira »

Fyrsta einkaflugvélin með blæju

í fyrradag Gleymið blæjubílnum, nú er hægt að fá sér blæju-einkaflugvél.   Meira »

Konan á bak við blómaskreytingar Beyoncé

í fyrradag Á báðum myndum Beyoncé er stórfengleg blómaskreyting fyrir aftan söngkonuna sem blómaskreytingakonan Sarah Lineberger hannaði. Meira »

Þegar gólfefni er valið

23.7. „Okkur hjónin greinir á um hvernig við högum gólfefnum á milli herbergja. Ég vil endilega halda í gamlan sjarma gólfefnanna með því að halda sem flestu en bara pússa upp parketið. Maðurinn minn aftur á móti vill helst flota allt og lakka.“ Meira »

Sjáið hús frægasta rappara heims

22.7. Hús rapparans sáluga, Tupac, er nú til sölu í Los Angeles fyrir tæplega 300 milljónir íslenskra króna.  Meira »

Hamingjusamt fólk á þetta sameiginlegt

22.7. Fólk sem er hamingjusamt kýs frekar að eiga frítíma í stað þess að eiga mikinn pening. En það er markmið flestra í lífinu að verða hamingjusamir. Meira »

Endalaus tækifæri á Instagram

í fyrradag Ferðaljósmyndarinn Ása Steinars segir Instagram vera skrítinn stað. En Ása nær að samtvinna tvö af sínum aðaláhugamálum, ferðalög og ljósmyndir, á Instagram. Meira »

Teiknar stjörnurnar með augnskugga

23.7. Þessi 15 ára stelpa teiknar andlit stórstjarna á augnlokin sín með snyrtivörum.  Meira »

Fær 330 þúsund frá sykurmömmu

22.7. 27 ára karlmaður segir frá því hvernig það er að eiga eitt stykki sykurmömmu.   Meira »

300 milljóna króna partýhús

22.7. Húsið var byggt árið 1957 og hefur lítið breyst síðan.  Meira »