Stíliseraði fyrir Vogue

Þetta er myndin sem endaði i ítalska Vogue.
Þetta er myndin sem endaði i ítalska Vogue. Ljósmynd/Kári Sverrisson

Tískubloggarinn Sara Hlín Hilmarsdóttir fékk það verkefni að stílisera tískuþátt fyrir ítalska Vogue. Kári Sverrisson tók myndirnar og Margrét Sæmundsdóttir sá um hár og förðun. Sara Hlín segir að þetta sé mjög gott tækifæri en hún bloggar á síðunni style-party.blogspot.com. Út á bloggsíðu sína hefur hún fengið fjölmörg verkefni erlendis.

„Kári hafði samband við mig og bauð mér að vera með í þessu verkefni. Við tókum tvo myndaþætti og það birtist ein mynd úr öðrum þættinum á vef ítalska Vogue. Kári var með fyrirfram hugmyndir um hvernig myndaþættirnir ættu að vera og svo útfærðum við þetta í sameiningu. Við vildum hafa myndaþáttinn svolítið dökkan og blanda „high-fashion“ inn í hann. Við notuðum vintage-föt og erum mjög sátt við útkomuna,“ segir Sara Hlín.

Sara Hlín var að klára fyrsta árið í sálfræði við Háskólann á Akureyri en með náminu hefur hún fengið mörg verkefni út á tískubloggið.

„Ég ætla mér stóra hluti, það gengur mjög vel hjá mér og hef fengið flott tækifæri út á þetta. Í fyrra hafði breskt fyrirtæki hafði samband við mig og bað mig um að vera ljósmyndari fyrir sig. Verkefnið fólst í því að fara niður í miðbæ Reykjavíkur með myndavél og taka myndir af götutískunni. Auk þess hef ég verið í sambandi við tvær erlendar netverslanir og tekið myndir fyrir þær,“ segir Sara Hlín. HÉR er myndin sem rataði á vef ítalska Vogue. 

Þessi mynd er úr sama myndaþætti.
Þessi mynd er úr sama myndaþætti. Ljósmynd/Kári Sverrisson
Sara Hlín Hilmarsdóttir tískubloggari.
Sara Hlín Hilmarsdóttir tískubloggari. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Stelpuherbergi þurfa alls ekki að vera bleik

09:00 Anna Kristín Óskarsdóttir og maðurinn hennar, Reynar Ottósson, hafa komið sér vel fyrir í huggulegri íbúð í Hlíðunum.  Meira »

Náðu góðum myndum á Instagram í fríinu

06:00 Carlotta Khol, fyrirsæta og Instagram-drottning, gefur þeim sem vilja ná flottum Instagram-myndum í sumarfríinu góð ráð. Hún undirbýr sig mikið til þess að ná góðum myndum fyrir Instagram og segir mikilvægt að laga þær til. Meira »

Þykir konan ófríðari eftir framhjáhaldið

Í gær, 23:59 „Ég og konan mín erum að reyna að púsla lífinu okkar aftur saman eftir að hún átti í skammvinnu, en blessunarlega séð, kynlífslausu framhjáhaldi. Áður en ég komst að framhjáhaldinu hafði mér fundist konan mín verða fegurri með hverjum deginum, en ég laðast ekki lengur að henni með sama hætti.“ Meira »

„Ég get ekki séð mig giftast henni“

Í gær, 21:00 „Kærastan mín er frábær í rúminu, yndisleg og skemmtileg manneskja – en ég get ekki séð mig giftast henni. Á ég að hætta með henni?“ Meira »

8 hlutir sem hamingjusöm pör gera fyrir háttinn

Í gær, 18:00 Snjalltæki eru miklir tímaþjófar. Farsælla er að nota tímann í gott spjall, eða sýna umhyggju sína með öðrum hætti, í stað þess að hanga í símanum. Sum pör hafa því brugðið á það ráð að banna símahangs á kvöldin, eða hafa sammælst um að gera svefnherbergið að símalausu svæði. Meira »

Garðurinn er framlenging á stofunni

Í gær, 15:00 Heimsins frægustu hönnuðir eru farnir að bjóða upp á garðhúsgögn sem eru bæði falleg og þægileg. Aukahlutir eins og luktir og púðar fullkomna huggulegheitin. Meira »

Er þetta til í öllum fataskápum?

í gær Rifnar gallabuxur, hvítir strigaskór og hettupeysa er eitthvað sem margar íslenskar konur eiga. Tíska getur verið fjölbreytt en hún getur líka verið afskaplega einsleit hér á fróni þrátt fyrir að fólk sé duglegt að bregða sér til útlanda og koma heim með allt of þunga tösku. Meira »

Geta boðið 4,5 karata demant á betra verði

Í gær, 12:00 Í Costco fæst 4,5 karata demantshringur úr platínu. Verðið á hringnum er rétt undir 18 milljónum króna. Er það dýrt eða ódýrt fyrir slíkan dýrgrip? Ég hafði samband við Pál Sveinsson gullsmið hjá Jóni og Óskari og spurði hann út í verðið. Meira »

Ertu búin að fá þér húðlitaða lakkskó?

í gær Sérfræðingar í klæðaburði segja að það sé nauðsynlegt að eiga allavega eitt par af húðlituðum skóm, helst lakkskóm. Í versluninni MAIA á Laugavegi og í Kringlunni fást flugfreyjuskórnir vinsælu en þeir henta fyrir breiðan aldurshóp. Meira »

Svona veistu hvort hann sé skotinn í þér

í fyrradag Segir þú brandara og hin manneskja hlær og finnst þú vera fyndin? Ef svo er er líklegt að manneskja laðist að þér. Þetta er fljótleg leið til að komast að því hvort fólk sé hrifið af manni eða ekki. Samkvæmt rannsóknum virkar hún líka. Meira »

Kjólaveisla á rauða dreglinum í Cannes

í fyrradag Stjörnurnar keppast um að mæta í flottasta dressinu á rauða dregilinn í Cannes þessa dagana. Á meðan sumar velja að fara í fallega og elegant kjóla taka aðrar áhættu og mæta í stuttum og flegnum kjólum. Meira »

18 milljóna demantshringur í Costco

í fyrradag Ætlar þú að biðja unnustu þinnar á næstunni og vantar hring? Ef þig langar til að vera mesti greifi landsins þá er Smartland búið að finna rétta hringinn. Það er að segja ef þú átt 18 milljónir á lausu. Meira »

„Einmanaleikinn er að buga mig“

í fyrradag Íslenskur maður um þrítugt berst við mikla höfnun sem kallar á mikinn einmanaleika. Hvað er til ráða?   Meira »

Kjarneplið skráð fyrir 100 milljóna eign

26.5. Kjarneplið ehf. sem stofnað var af Sturlu Míó Þórissyni er skráð fyrir húseigninni Sólvallagötu 16, sem stendur við hlið 459 fm einbýlis Andra Más Ingólfssonar. Meira »

Þóra og Melania báðar í svörtu

í fyrradag Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benediktssonar, og Melania Trump voru báðar svartklæddar á fundi í Brussel.   Meira »

Sex hlutir sem gerast ef þú sefur ekki nóg

26.5. Svefn er lífsnauðsynlegur og hefur áhrif á ótrúlega margt í líkamsstarfseminni. Margir halda að það sé allt í lagi að sofa bara sex klukkutíma en bara það að sofa minna en sjö tíma getur til dæmis aukið líkur á offitu. Meira »