Annar spariskórinn týndur

Gunnar Hjálmarsson með skópörin sín.
Gunnar Hjálmarsson með skópörin sín. Ljósmynd/Elísabet Lára 5 ára

Gunnar Hjálmarsson, eða Dr. Gunni eins og hann er kallaður, setti sig í stellingar Sölva Tryggvasonar og lét Elísabetu Láru, 5 ára dóttur sína, mynda sig með skópörunum sínum. Dr. Gunni á sjö og hálft skópar. „Ég finn ekki hinn spariskóinn,“ útskýrði Dr. Gunni þegar blaðamaður hafði samband við hann.

Spurður um uppáhaldsskóna sína nefnir hann gönguskóna. „Þeir eru í uppáhaldi og hafa dugað í 10 ár.“

Hvaða skó keyptir þú þér síðast? „Timberland skó fyrir svona ári síðan.“

Hvaða skór voru dýrastir? Það voru gönguskórnir, ég sé ekki eftir því. Mig dreymir hinsvegar um að eignast dýra gönguskó fyrir næsta sumar því þessir eru farnir að leka fullmikið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál