„Aðstoðarmenn hans lágu yfir gömlum myndum af mér“

Gunnar Bragi Sveinsson og Sveinn Andri Sveinsson eru komnir með …
Gunnar Bragi Sveinsson og Sveinn Andri Sveinsson eru komnir með sama útlit. Þeir eru þó ekki bræður.

Í fyrra voru menn dálítið að vinna með Mugison-útlitið. Þá söfnuðu þeir skeggi og fóru ekki eins oft til rakara. Björgólfur Thor var til dæmis kominn með alskegg um tíma, svo einhverjir séu nefndir. Nú virðist Mugison útlitið aðeins vera að hjaðna og hafa aðrir og heitari tískustraumar tekið við. 

Nú virðist Sveins Andra útlitið vera að ryðja sér til rúms en Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra virðist vera að vinna dálítið með það þessa dagana. Þegar hann mætti til Helga Seljan í Kastljós í vikunni var fólk almennt sammála um að þeir væru orðnir sláandi líkir. Þegar ég hafði samband við Svein Andra Sveinsson lögmann sagðist hann alltaf vera á undan sinni samtíð. 

„Eins og þú veist Marta er ég langt á undan minni samtíð. 2008 setti ég trendið í skeggi fyrir árið 2014. Mér skilst að aðstoðarmenn hans hafi legið í gömlum myndum af mér. En ég gleðst auðvitað fyrir hans hönd að honum sé líkt við mig. Þetta er auðvitað toppurinn á hans pólitíska ferli,“ segir Sveinn Andri og bætir við: 

„Skeggið sem hann er með núna er hins vegar ekki í samræmi við evrópska staðla. Skv. tilskipun frá Brussel ber að snyrta skeggið með vél þ.a. kamburinn skilji eftir 2ja daga skegg. Þetta á hann sem utanríkisráðherra að vita,“ sagði Sveinn Andri. 

Gunnar Bragi Sveinsson í vor. Eins og sést á þessari …
Gunnar Bragi Sveinsson í vor. Eins og sést á þessari mynd hefur hann breytt um stíl. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál