Elli hannaði munstrið í jakka Pharrells

Pharrell hefur gert allt vitlaust með laginu Happy. Hér er …
Pharrell hefur gert allt vitlaust með laginu Happy. Hér er hann í munstraða jakkanum en munstrið er hannað af Ella Egilssyni.

„Ég var semsagt fenginn til þess að hanna „prints“ fyrir japanska tískumerkið Ambush en ég kynntist eigendum Ambush (Yoon & Verbal) í París þegar ég DJ-aði þar í 50 ára afmæli KEN dúkkunnar á tískuvikunni fyrir nokkrum árum síðan. Svo höfðu þau samband við mig í fyrra og vildu fá mig til þess hanna fyrir nýju línuna þeirra sem ber nafnið NU ORDER sem kom svo út í sumar og leyfðu mér að ráða algjörlega sjálfur hvað ég myndi gera,“ segir Elli Egilsson listamaður sem hannaði munstrið í jakkanum sem tónlistarmaður Pharrells klæddist á dögunum.

„Þau eru góðir vinir Pharrells enda eitt flottasta skartgripa/fatamerki í Japan. Ég fékk svo skilaboð frá Yoon í morgun þar sem hún sendi mér mynd af Pharrell í jakkanum að performa í Antwerp fyrir framan 25.000 manns á Dear Girl túrnum sínum,“ segir hann.

Svona lítur jakkinn góði út að aftan.
Svona lítur jakkinn góði út að aftan.
Elli Egilsson hannaði munstrið.
Elli Egilsson hannaði munstrið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál