12 ára Romeo heillar upp úr skónum

Romeo Beckham er stjarna nýjustu herferðar Burberry.
Romeo Beckham er stjarna nýjustu herferðar Burberry. Ljósmynd/Burberry

12 ára gamall sonur Beckham-hjónanna, Romeo Beckham, á stjörnuleik í jólaherferð breska tískuhússins Burberry. Titill auglýsingarinnar, From London with Love, fær hjartað til að slá hraðar og auglýsingin sér alveg um að keyra upp hátíðlega stemningu.

Beckham-hjónin, Viktoría og Davíð, eiga þrjá syni, Brooklyn sem er 15 ára og Crux, sem er níu ára. Og svo má ekki gleyma litlu systur, Harper Seven Beckham, sem er þriggja ára. Frá því Romeo Beckham fæddist hefur hann verið í sviðsljósinu og virðist kunna ágætlega við sig í því. Myndavélarnar elska hann og honum virðist ekki leiðast nærvera þeirra eina mínútu.

Þessi 12 ára drengur er auðvitað klæddur í Burberry frá toppi til táar í auglýsingunni og að sjálfsögðu með köflóttan trefil frá fyrirtækinu og í alvörurykfrakka í barnastærð. Hann kann ekki  bara að pósa eins og súpermódel heldur dansar hann eins og enginn sé morgundagurinn. Erlenda pressan segir að það sé ekki að undra því hann hafi danshæfileikana frá móður sinni sem eitt sinn var í Kryddpíunum (ef einhver var búin/n að gleyma því). Með aðalhlutverk í auglýsingunni fara, auk Beckham, fyrirsæturnar Hannah Dodds og Anders Hayward.

Auglýsingin er eins og ástarævintýri þar sem glimmeri rignir yfir dansandi fólk í sparifötum.

Christopher Bailey, listrænn stjórnandi Burberry, er ánægður með afraksturinn og segir að tískuhúsið hafi viljað sýna allt það besta sem hannað hefur verið hjá Burberry í gegnum tíðina. Hann nefnir köflóttu Burberry-treflana og rykfrakkana og segir að það hafi þurft að sýna þetta í ekta bresku veðurfari - þar að segja rigningu. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Romeo Beckham starfar fyrir Burberry því hann tók þátt í sinni fyrstu auglýsingaherferð fyrirtækisins tíu ára gamall. Herra Bailey valdi  sjálfur í öll hlutverk og fannst ekki annað koma til greina en að hinn ungi Beckham myndi leika í auglýsingunni. „Hann hefur sjarma, flottan stíl og það er góð orka í kringum hann,“ sagði Bailey.

David Beckham með Harper Seven á tískupöllunum.
David Beckham með Harper Seven á tískupöllunum. mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál