Rækta innri mann með lifrarmarineringum

Skjöldur Sigurjónsson, Kormákur Geirharðsson og Guðmundur Jörundsson á góðri stund.
Skjöldur Sigurjónsson, Kormákur Geirharðsson og Guðmundur Jörundsson á góðri stund. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson hafa sett svip á miðbæjarlífið síðan þeir voru kornungir. Saman hafa þeir rekið Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar síðan 1996 en þess má geta að verslunin var opnuð fyrir jólin það herrans ár fyrir bráðum 18 árum. Síðan þá hafa þeir verið alveg „spot on“ eins og sagt er á útlensku. Ég spurði þá spjörunum úr en á morgun verða þeir með sína árlegu herrafatatískusýningu í Þjóðleikhúskjallaranum. Sýningin sjálf hefst kl. 21.00 en húsið verður opnað kl. 20.00 og er aðgangur ókeypis.

Hugsið þið mikið um útlitið?

Kormákur: Eðli málsins samkvæmt þá hugsum við fyrst og fremst um klæðaburð. Rakari búðarinnar á það svo til að toga okkur í stólinn þegar það er kominn tími á klippingu. 

Skjöldur: Að rækta innri manninn og andann er líka mjög mikilvægt, með ýmiskonar lúxus og reglulegum lifrarmaríneringum. 

Hvað einkennir fallega klædda menn?

Skjöldur: Þeir eru öruggir, beinir í baki og ganga keikir. Þeir eru útskeifir og það geislar af þeim. Hver flík er gæðavara sem þú veist ekki hvort þeir hafa erft eða er ný flík sem mun ganga í erfðir. 

Kormákur: Þeir fara vel með, kunna að strauja, vaxbera vaxflíkurnar sínar þegar tími er kominn til. Þeir klæða sig ekki í svart frá toppi til táar nema í jarðarförum eða í brúðkaupum. 

Í hvað ættu íslenskir karlmenn helst ekki að fara?

Kormákur: Illa sniðin föt og óburstaða skó.

Skjöldur: Plastleðurskór eru engum til bóta.

Hvað þarftu að eiga til að vera „inn“ þetta haustið?

Skjöldur: Fallegan tweed-jakka og góða peysu eða prjónavesti. 

Kormákur: Nývaxaðan vaxjakka.

Hvert er versta tískutímabilið að ykkar mati?

Kormákur: Öll tímabil eru slæm fyrir þá sem elta hverja einustu tískubólu. En ætli þarna Loðvík XIV.-hárkollutímabilið sé ekki verst. 

Skjöldur: ...Aðallega því það hefur verið gríðarlegt vesen að tolla í tískunni. Hugsa sér, dómarar í Englandi eru bara nýhættir að þurfa að vera með hárkollu í vinnunni.

Eru einhver tískuslys í fataskápnum ykkar?

Skjöldur: Guðbrandur kaupmaður fer á límingunum þegar við erum í renndum peysum. Að sögn hans eiga peysur að vera hnepptar, ekki renndar. 

Hvað vantar í fataskápinn ykkar?

Kormákur: Tilfinnanlega vantar okkur sjómannabuxur úr galladúk frá Kormáki & Skildi, en þær eru væntanlegar fyrir jólin.

Hr. Ingi R, Óskar Jónasson og Kormákur Geirharðsson
Hr. Ingi R, Óskar Jónasson og Kormákur Geirharðsson mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál