Gwyneth Paltrow klæðist fötum Káradóttur

Leikkonan Gwyneth Paltrow í kjól frá Galvin London á sjónvarpsstöðinni …
Leikkonan Gwyneth Paltrow í kjól frá Galvin London á sjónvarpsstöðinni E!. Ljósmynd/Þórunn Antonia

Þá má segja að Gwyneth Paltrow hafi klæðst íslenskri hönnun þegar hún mætti í fötum frá Galvan London á E!-sjónvarpsstöðina. Sólveig Káradóttir er listrænn stjórnandi merkisins og einn af eigendum þess. Hlutverk Sólveigar í fyrirtækinu er að flakka á milli hátískusýninga, fá innblástur og svo vinnur hún náið með hönnuði Galvan, Önnu-Christine Haas. 

Galvan London sérhæfir sig í hönnun á síðkjólum og fínni fatnaði án þess að verðið sé óyfirstíganlega hátt. Sólveig og samstarfskonur hennar hafa verið duglegar að koma merkinu á framfæri og sýnt það á tískusýningum París og Lundúnum svo einhverjar sýningar séu nefndar. Fyrsta línan kom á markað fyrir ári og hefur merkið fengið töluverða athygli og vaxið jafnt og þétt.

Sólveig Káradóttir og Dhani Harrison.
Sólveig Káradóttir og Dhani Harrison. Ljósmynd/Saga Sigurðardóttir

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gwyneth Palrow sést í fötum frá Galvan því fyrir tæpu ári sagði Sólveig í viðtali við Fréttablaðið að þær þekktu stílista hennar og hefðu verið duglegar að láta hana fá kjóla fyrir rauða dregilinn.

Merkið er meðal annars selt í Harvey Nichols, Brown, Bergdorf Goodman og Neiman Marcus svo einhverjar verslanir séu nefndar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál