Fyrsti íslenski tískubloggarinn með fatalínu

Elísabet Gunnarsdóttir tískubloggari á Trendnet.is.
Elísabet Gunnarsdóttir tískubloggari á Trendnet.is.

Elísabet Gunnarsdóttir er fyrsti íslenski tískubloggarinn til að hanna sína eigin fatalínu en lína hennar, Moss by Elísabet Gunnars, kom í sölu í Galleri 17 fyrir helgi.

„Þetta er hugmynd sem kom upp fyrir um ári. Það þekkist vel erlendis að bloggarar starfi með vörumerkjum og vinni með þeim fatalínur. Þetta er þó í fyrsta sinn sem þetta er gert á Íslandi og ég er mjög þakklát fyrir að fá að taka þátt í því. Ég þekki vel til hjá NTC sem fyrrverandi starfsmaður til margra ára. Þess vegna fannst mér tilvalið að taka þátt þegar hugmyndin kom inn á borð til mín. Verkefnið var unnið með frábæru starfsfólki NTC og það má alls ekki gleymast að gefa þeim stórt hrós fyrir að hafa trú á svona nýjung,“ segir Elísabet. 

Þegar hún er spurð að því hvað einkenni línuna segist hún alls ekki hafa verið að reyna að finna upp hjólið.

„Þar sem ég er ekki fatahönnuður tók ég þá ákvörðun frá upphafi að reyna ekki að finna upp hjólið. Línan einkennist af flíkum sem eru „basic“ og „must have“ í fataskápnum að mínu mati - þar má nefna biker-leðurjakka, leðurbuxur, hvíta skyrtu og einlita stuttermaboli í góðum sniðum - eitthvað fyrir alla,“ segir hún. 

Í línunni eru 11 flíkur og segir Elísabet að hún hafi fengið mikinn innblástur frá lesendum sínum.

„Það sem er svo frábært við blogg er hversu nálægt þú kemst lesandanum. Lesendur mínir eru duglegir að senda mér fyrirspurnir um allt milli himins og jarðar. Ég læri þannig inn á þá eins og þeir læra inn á mig. Sérstaðan felst því líklegast í því að þessi lína er persónulegri en gengur og gerist - innblásin af allskonar fólki. Minn persónulegi stíll er frekar klassískur, „less is more“ - það skilar sér í samstarfinu. Vonandi kann fólk vel að meta það.“

Í Moss línunni eru 11 flíkur.
Í Moss línunni eru 11 flíkur. Ljósmynd/Hildur Erla Gísladóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál