Gáfu hvor annarri Kolaportsferð

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir prýddi eitt sinn forsíðu Monitor.
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir prýddi eitt sinn forsíðu Monitor. Morgunblaðið/Ernir

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Edda Hermannsdóttir kunna að gleðja hvor aðra. Þær gáfu hvor annarri Kolaportsferð í afmælisgjöf. Stelpurnar eru þekktar fyrir fágaðan og vandaðan fatastíl og því verður mikið um fínirí á fatasölunni þeirra. 

„Við Edda Hermanns áttum báðar afmæli á dögunum og ákváðum að gefa hvor annarri Kolaportsferð í afmælisgjöf. Við fluttum báðar í Vesturbæinn fyrir um ári og einhverra hluta vegna virðast fataskáparnir minni hér en á gamla staðnum,“ segir Ragnhildur Steinunn í samtali við Smartland Mörtu Maríu. 

„Sigrún Ósk Kristjánsdóttur verður afmælisstuðningur í þessari ferð og mætir með sín sjónvarpsföt. Við erum aðallega að selja Boss, Karen Millen, Top Shop og svo framvegis. Og allt selst afar ódýrt 500-4.000 kr.,“ segir hún. 

Kolaportið verður því undirlagt næsta sunnudag þegar drottningarnar mæta með góssið úr fataskápnum. 

Stelpurnar verða líka með barnaföt í Kolaportinu.
Stelpurnar verða líka með barnaföt í Kolaportinu.
Jakki með göddum úr Zöru verður til sölu.
Jakki með göddum úr Zöru verður til sölu.
Ullarpeysa úr Geysi.
Ullarpeysa úr Geysi.
Blár síðkjóll.
Blár síðkjóll.
Sumarið kemur með þessum blómakjól.
Sumarið kemur með þessum blómakjól.
Það verður nóg af pallíettum í Kolaportinu.
Það verður nóg af pallíettum í Kolaportinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál