Hefur farið í 191 aðgerð en er ekki hættur

Justin Jedlica hefur látið gjörbreyta sér.
Justin Jedlica hefur látið gjörbreyta sér.

Justin Jedlica hefur farið í 191 fegrunaraðgerð og er hvergi nærri hættur. Hann tekur útlitið alvarlega og hannar sínar eigin sílikonfyllingar sjálfur. Í seinustu aðgerðinni sem hann fór í fékk hann „vöðva“ í bakið.  

Jedlica hefur eytt rúmum 30 milljónum króna í fegrunaraðgerðir síðan hann byrjaði að láta breyta sér. Ken-dúkkan er fyrirmyndin hans og markmiðið er að verða alveg eins og plastdúkkan fræga. Jedlica kveðst ekki ætla að hætta að leggjast undir hnífinn fyrr en hann er orðinn „100 prósent úr plasti“.

Vildi frá „vængi“ á bakið

Meðal þeirra aðgerða sem Jedlica hefur gengist undir eru fimm nefaðgerðir, fyllingar í axlir og aðgerð á höku. Stoltastur er hann þó að nýjustu aðgerðinni. „Fyllingarnar í bakinu eru einstakar þar sem ég hannaði og bjó þær til sjálfur,“ útskýrði Jedlica í þáttunum Botched sem sýndir eru á E!. „Ég vil að ég líti út fyrir að vera með vængi,“ sagði Jedlica sem lét koma fjórum fyllingarpúðum fyrir í bakið.

Jedlica virðist vera tilbúinn að fórna heilsunni fyrir útlitið því nýverið tók hann mikla áhættu þegar hann lét fjar­lægja æðar úr enn­inu á sér þrátt fyrir að lækn­ar ráðlögðu honum að gera það ekki. „Þetta var hættu­leg aðgerð vegna þess að ég hefði getað blind­ast,“ sagði Jedilica í viðtali við Daily Mail.

Tók sénsinn á að blindast

Justin Jedlica hannar sínar eigin sílíkonfyllingar.
Justin Jedlica hannar sínar eigin sílíkonfyllingar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál